„Guðmundur Kamban“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Míteró (spjall | framlög)
Lína 2:
 
==Æviágrip==
Guðmundur fæddist í [[Reykjavík]]. Hann fékstfékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann "ósjálfráðri hendi" 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp [[ættarnafn]]ið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, ''Hadda Padda'', var sett upp af [[Konunglega danska leikhúsið|Konunglega danska leikhúsinu]] árið 1914. Árið eftir flutti hann til [[New York-borg]]ar og hugðist hasla sér völl á [[enska|ensku]]. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem ''Vér morðingjar'' var sett upp.
 
Á [[1921-1930|3. áratugnum]] fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, ''Höddu Pöddu'' (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og ''[[Hús í svefni]]'' (1926). Árið 1934 flutti hann til [[London]] og síðan [[Berlín]] 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp.