„Marshalláætlunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
== Morgenthauáætlunin ==
[[Mynd:Marshallplanhilfe.gif|thumb|right|Ljósmynd frá vesturhluta [[Berlín]]ar þar sem sést í veggspjald sem auglýsir Marshallaðstoðina.]]
Lagðar voru fram ýmsar tillögur um það hvernig best væri að byggja upp Evrópu á ný. Annar valkostur sem kom til greina var svonefnd [[Morgenthauáætlunin|Morgenthauáætlun]], en hún var nefnd eftir þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna [[Henry Morgenthau, yngri]]. Sú áætlun gekk í stuttu máli út á það að afvopna [[Þýskaland]], skipta því í tvö sjálfstæð ríki, eitt alþjóðlegt svæði og úthluta Frakklandi og [[Pólland]]i landsvæði sem að þeim lá. Jafnframt átti að eyðileggja verksmiðjur og framleiðsluaðstöðu Þjóðverja í [[Ruhrhérað]]i [[Norður RínNorðurrín-Vestfalía|Norður RínNorðurrín-Vestfalíu]] og koma þannig í veg fyrir að Þýskalandi gæti á ný orðið efnahagslegt stórveldi sem gæti ógnað öðrum. Samkvæmt áætluninni áttu Þjóðverjar einnig að greiða himinháar stríðsskaðabætur líkt og þeir voru skyldaðir til með [[Versalasamningurinn|Versalasamningnum]] eftir [[fyrri heimsstyrjöldin]]a.
 
Áætlun Morgenthau var þó ekki valin því viðurlögin þóttu of grimmileg. Þess í stað var Þýskalandi skipt í [[Vestur-Þýskaland]] og [[Austur-Þýskaland]] árið [[1949]] og hélst sú skipting allt fram að falli [[Berlínarmúrinn|Berlínarmúrsins]] [[1989]].