„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbót
Viðbót
Lína 1:
[[Mynd:Saudafell 4.jpg|thumb|right|Sauðafell í Dölum.]]
'''Sauðafell''' er bær í [[Miðdalir|Miðdölum]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í [[Landnámabók|Landnámu]], kemur við sögu í [[Sturlunga|Sturlungu]] og var einnig sögusvið atburða á [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptatímanum.]] Sauðafell telst landnámsjörð, því að [[Erpur Meldúnsson]], [[leysingi]] [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]], fékk Sauðafellslönd og bjó á Sauðafelli. Á 10. öld bjó þar að því er segir í [[Laxdæla saga|Laxdælu]] Þórólfur rauðnef, sem var hetja mikil. Þá er sagt að á Sauðafelli væri allra manna gisting, enda er bærinn í þjóðbraut. Seinna bjó Máni sonur [[Snorri goði|Snorra goða]] á Sauðafelli og síðan Ljótur sonur hans, en um 1200 keypti [[Sighvatur Sturluson]] jörðina og bjó þar og síðan [[Sturla Sighvatsson|Sturla]] sonur hans. Þekktasti atburðurinn sem tengist Sauðafelli er án efa [[Sauðafellsför]] í janúar [[1229]] og þau níðingsverk sem þá voru framin.<ref>Guðrún Nordal, 1998. Ethics and Action in Thirteenth-Century Iceland, Viking Collection 11 (Odense: Odense University Press), bl. 89–99; Jonathan Grove, 2008. ‘Skaldic verse-making in thirteenth-century Iceland: the case of the ''Sauðafellsferðarvísur''’, ''Viking and Medieval Scandinavia'' 4 (2008), 85-131</ref> Í Hundadalsnesi, sem liggur á milli Miðár og Hundadalsár er Grænatóft, sem er engjagarður. Þar hefndi Sturla Sighvatsson Sauðafellsfarar 1229 þegar hann og hans menn felldu Vatnsfirðingana, Þórð og Snorra Þorvaldssyni, 8. mars 1232. Saga Vatnsfirðinga var þar með öll.
 
Sauðafell var löngum setið af stórbrotnum höfðingjum. Nafnkenndastur þeirra var Sturla Sighvatsson (1199-1238) og Hrafn Oddsson (1226-1289), hirðstjóri, sat einnig Sauðafell um skeið.