„Siðaskiptin á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 7:
[[Mynd:Nyja testamenti titilblad.jpg|thumb|left|Titilblað Nýja testamentis Odds.]]
 
[[Kristján 3.|Kristján konungur 3.]] (Mikill subbupúki) innleiddi [[mótmælendatrú]] í Danmörku [[30. október]] [[1536]] og kom einnig á siðbreytingu í [[Noregur|Noregi]] og [[Færeyjar|Færeyjum]], en ekki verður séð að hann hafi gert neitt til að afla lútherskunni brautargengis á Íslandi næstu árin. Áhrif [[Marteinn Lúther|Lúthers]] voru þó þegar farin að berast til landsins og Þjóðverjar,sem stunduðu veiðar og verslun hér við land, eru sagðir hafa reist lútherska kirkju í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] þegar árið [[1533]].
 
[[Ögmundur Pálsson]] biskup í Skálholti, sem var orðinn aldraður, hafði í þjónustu sinni nokkra unga menn sem menntaðir voru erlendis og höfðu kynnst mótmælendahreyfingunni þar og hrifist af henni þótt þeir flíkuðu ekki skoðunum sínum þegar biskup var nærstaddur.