„Ísland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Laga tengil
Lína 48:
}}
 
'''Ísland''' er [[eyríki]] í [[Atlantshafið|Norður-Atlantshafi]] á milli [[Grænland]]s, [[Færeyjar|Færeyja]] og [[Noregur|Noregs]]. Ísland er um 103.000 [[ferkílómetri|km²]] að stærð, næststærsta [[eyja]] [[Evrópa|Evrópu]] á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa rúmlega 350500.000 manns.
 
''[[Landnámabók]]'' segir frá hvernig [[landnám Íslands]] hófst kringum árið [[874]] þegar [[Ingólfur Arnarson]] nam hér land, þó aðrir hefðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er [[landnámsöld]]. Ísland komst með [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]] undir vald [[Noregur|Noregs]] árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og [[Danmörk|Dana]] til ársins [[1918]], þegar það hlaut [[Sjálfstæðisbarátta Íslendinga|fullveldi]]. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til [[lýðveldi]] var stofnað á Íslandi [[1944]]. Landið hefur gengið undir ýmsum nöfnum, einkum meðal [[ljóðskáld]]a (sjá grein ''[[Heiti yfir Ísland]]'').