„Corazon Aquino“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
|undirskrift =Aquino Sig.png
}}
'''Maria Corazon „Cory“ Sumulong Cojuangco Aquino''' (25. janúar 1933 – 1. ágúst 2009) var [[Filippseyjar|filippeyskur]] stjórnmálamaður sem var ellefti forseti Filippseyja. Hún var fyrsta konan sem gegndi því embætti og hefur oft verið kölluð „móðir asísks lýðræðis“. Aquino var ein af lykilpersónunum í byltingunni gegn stjórn einræðisherrans [[Ferdinand Marcos|Ferdinands Marcosar]] árið 1986. Áður hafði hún ekki gegnt neinu pólitísku embætti. Byltingin sem hún leiddi var ein best heppnaða blóðlausa bylting sem gerð hefur verið gegn einræðisstjórn í sögunni.
 
Aquino hafði lýst sjálfri sér sem „einfaldri húsmóður“<ref name=fb>{{cite web|title=Corazon Aquino Speaks to Fulbrighters|author=Aquino, Corazon|date=1996-10-11|location=Washington, D.C.|url=http://www.fulbrightalumni.org/olc/pub/FBA/fulbright_prize/aquino_address.html|accessdate=2008-04-15}}</ref> en hún var gift þingmanninum [[Benigno Aquino yngri]], sem var einn harkalegasti gagnrýnandi Marcosar forseta. Corazon gerðist leiðtogi filippeysku stjórnarandstöðunnar eftir að eiginmaður hennar var myrtur þann 21. ágúst 1983. Hún bauð sig í kjölfarið fram á móti Marcos í forsetakosningum sem haldnar voru þann 7. febrúar 1986. Eftir kosningarnar var því lýst yfir að Marcos hefði unnið endurkjör en vegna ásakana um víðtækt kosningasvindl hvatti Aquino til mótmæla í anda [[Borgaraleg óhlýðni|borgaralegrar óhlýðni]]. Liðhlaup úr fippeyska hernum og stuðningur kaþólsku kirkjunnar við Aquino leiddi til þess að bylting braust út, Marcos var steypt af stóli og Aquino tók við sem forseti þann 25. febrúar.