Munur á milli breytinga „Seinni heimsstyrjöldin“

m (Tók aftur breytingar 82.148.67.157 (spjall), breytt til síðustu útgáfu CommonsDelinker)
Merki: Afturköllun
Þjóðverjar gripu fljótt í taumana til að hjálpa Ítölum. Hitler sendi þýskar hersveitir til Líbýu í febrúar og í lok marsmánaðar höfðu Þjóðverjar [[Afríkusókn Öxulveldanna (1941)|blásið til sóknar]] gegn þverrandi herafla Breta. Innan mánaðar höfðu breskar hersveitir hörfað aftur til Egyptalands að undanskilinni [[Umsátrið um Tobruk|umsetnu hafnarborginni Tobruk]]. Bretar freistuðu þess að ýta við sveitum Öxulveldanna í maí og aftur í júní en til einskis í bæði skiptin. Snemma í apríl, eftir að [[Búlgaría]] hafði gengið til liðs við Öxulveldin, gerðu Þjóðverjar innrás á [[Balkanskagi|Balkanskaga]], réðust inn í Grikkland og [[Innrásin í Júgóslavíu|Júgóslavíu í kjölfar valdaráns þar]]. Þeim varð mjög ágengt og bandamenn urðu frá að hverfa eftir að Þjóðverjar [[Orrustan um Krít|náðu Krít á sitt vald]] í lok maímánaðar.
 
Bandamenn náðu þó einhverjum árangri á þessum tíma stríðsins. Í [[Miðausturlönd]]um bældu Bretar niður valdaránstilraun í [[Írak]], sem þýskar flugsveitir höfðu stutt frá herstöðvum innan landamæra Sýrlands, sem var á valdi Vichy-stjórnarinnar, svo réðust þeir ásamt frjálsum Frökkum inn í [[Sýrland]] [[Líbanon]] til að koma í veg fyrir annað eins. Á Atlantshafi náðu Bretar að sökkva þýska herskipinu [[Bismarck (skip)|Bismarck]]. Ef til vill munaði mestu um að breski flugherinn hafði staðið upp í hárinu á þýska flughernum og loftárásum Þjóðverja á Bretland lauk að mestu í maí 1941.
 
Í Asíu var komin upp [[pattstaða]] milli Japana og Kínverja árið 1940, þrátt fyrir ýmsar tilraunir beggja aðila. In Japanir tóku völdin í sunnanverðri Indókína til þess að auka þrýstinginn á Kína með því að loka verslunarleiðum þeirra og koma japönskum hersveitum betur fyrir ef átök brytust út við Vesturlönd. Í ágúst sama ár blésu kínverskir kommúnistar til sóknar í Mið-Kína. Japanir brugðust hart við á hernumdum svæðum. Ástandið í Evrópu og Asíu var tiltölulega stöðugt og Þjóðverjar, Japanir og Sovétmenn gerðu allir ráðstafanir. Sovétmenn voru þreyttir á aukinni spennu milli sín og Þjóðverja og í apríl 1941 gerðu þeir griðarsamning við Japani sem höfðu í hyggju að nýta sér stríðið í Evrópu og hertaka mikilvægar auðlindir Evrópuríkjanna í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]]. Þjóðverjar voru á hinn bóginn að undirbúa innrás í Sovétríkin og fjölguðu mjög hersveitum sínum við landamærin í austri.