„Florence Nightingale“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Lína 63:
Þá var oft á tíðum leitað til Florence í sambandi við uppbyggingu sjúkrahúsa, enda hafði hún náð upp sérlegri leikni við að sjá fyrir sér þá samræmdu starfsemi sem þarf að ná til að rekstur [[sjúkrahús]]s gangi upp. Florence var heilluð af [[tölfræði]] og vann hörðum höndum við að útbúa staðlaða lista yfir sjúkdóma, svo hægt væri að fylgjast með bæði útbreiðslu þeirra og árangri lækninga. Árið [[1860]] var svo leitaði sérstaklega til hennar þegar stóð til að stækka eða flytja St. Thomas sjúkrahúsið í London en hún stórbætti allan aðbúnað og skipulag [[sjúkrahús]]sins. Hún stundaði þess að auki [[ritstörf]] og skyldi eftir sig mörg þekkt [[ritverk]] um [[hjúkrun]] og [[heilbrigðismál]].<ref>Kolbrún S. Ingólfsdóttir (2009) : 250.</ref>
 
Hún starfrækti [[Training School for Nurses]] þann 9.júlí [[1860]], þar sem hún ætlaði að þjálfa konur til hjúkrunarstarfa sem síðan myndu kenna áfram við skólann. Hún stofnaði einnig [[Training School for Housewifes]] sem átti að kenna konum að taka á móti börnum í heimahúsum en þá var þeirri vitneskju mjög ábótavant og mikið þarfaþing í samfélaginu. Skólinn starfar enn og heitir nú [[Florence Nightingale School of Nursing and Midwifery]]. Árið [[1869]] stofnaði Florence í [[Bretland]]i, ásamt [[Elizabeth Blackwell|Elísabetu Blackwell]] ( 1821-1910 1821–1910) fyrsta kvennlækninum í Bandaríkjunum, [[Women‘s Medical College]].<ref>Kolbrún S. Ingólfsdóttir (2009) : 250-251.</ref>
 
Florence kom aldrei fram opinberlega eftir heimkomu sína frá Krím. Hún lifði í hálfgerðri einangrun og var rúmföst síðustu fjörtíu og fimm árin. Florence hlaut orðuna „[[Royal Red Cross]]“ árið [[1883]] og auk þess heiðruð með „[[Order of Merit]]“ árið [[1907]]. Florence varð níutíu ára gömul og lést í svefni 13. ágúst [[1910]]. Breska stjórnin bauð henni legstað í [[Westminster Abbey]] en ættingjar Florence höfnuðu boðinu.<ref>Kolbrún S. Ingólfsdóttir (2009) : 251-252.</ref>