Munur á milli breytinga „Þorri“

444 bætum bætt við ,  fyrir 3 árum
ekkert breytingarágrip
m (Tók aftur breytingar 178.19.59.130 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur)
Merki: Afturköllun
 
Í upphafi voru þessar veislur gagnrýndar fyrir að vísa með áberandi hætti í norræna trú með því að drekka minni hinna norrænu guða, signa full og annað slíkt. Á Íslandi var ekki trúfrelsi fyrr en með [[stjórnarskrá Íslands|stjórnarskránni]] 1874. Um miðja 20. öld var farið að halda þorrablót á veitingastaðnum [[Naustið|Naust]]inu í Reykjavík, þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur, súr, reyktur og/eða saltaður. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót einhvern tímann á þorra, oftast á vegum félaga og ýmissa samtaka og er [[þorramatur]] mikilvægur hluti af hátíðinni.
 
==Þorraþræll==
Til eru nokkrar heimildir þess efnis að síðasti dagur þorra, þorraþrææll, hafi verið tileinkaður piparsveinum og þeim mönnum sem getið höfðu börn utan hjónabands. Í dag þekkja þó flestir nafnið þorraþræll sem heiti ljóðsinns sem hefst, „Nú er frost á fróni,“ eftir [[Kristján Jónsson fjallaskáld]], en það er með vinsælli íslenskum sönglögum og sungið við óþekkt þjóðlag.
 
==Heimildir==