„Breska Austur-Indíafélagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Breska Austur-Indíafélagið''' var [[verslunarfélag]] stofnað [[31. desember]] árið [[1600]] vegna verslunar við [[Austur-Indíur]] en varð síðan einna fyrirferðarmest á [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]]. Félagið var elst þeirra [[Austur-Indíafélög|Austur-Indíafélaga]] sem evrópsku konungsríkin stofnuðu á [[17. öldin|17.]] og [[18. öldin|18. öld]].
 
Félagið var [[hlutafélag]] og fékk [[konungsbréf]] við stofnun. Hluthafar voru auðugir breskir kaupmenn og aðalsmenn. Breska ríkið átti ekki hlutabréf og átti því aðeins óbeina aðild að stjórn félagsins. Helstu verslunarvörur félagsins voru [[baðmull]], [[silki]], [[indigó]], [[salt]], [[saltpétur]], [[te]] og [[ópíum]]. Um miðja 18. öld varð félagið einkarekið [[nýlenduveldi]] á [[Indland]]i þar sem það stjórnaði stórum svæðum með [[einkaher]]. Yfirráðum félagsins lauk eftir [[indverska uppreisnin 1857|indversku uppreisnina 1857]] þegar breska ríkisstjórnin gaf út [[lög um stjórnun Indlands 1858]] og þjóðnýtti einkaher félagsins. Árið [[1874]] var félagið leyst upp.