2.349
breytingar
m (bæti við gamlan stubb) |
m (Málfar) |
||
Menning Forn-Egypta stóð í um þrjú og hálft árþúsund. Hún hófst með sameiningu ríkjanna í Nílardal um [[3150 f.Kr.]] og er venjulega talin hafa liðið undir lok þegar [[Rómaveldi]] lagði ríkið undir sig árið [[30 f.Kr.]] sem varð upphafið að gagngerum breytingum í stjórnkerfi og trúarbrögðum landsins. Sögu Egyptalands hins forna er skipt í þrjú megintímabil og þrjú millitímabil sem talin eru hafa einkennst af óstöðugleika í stjórn landsins: [[Gamla ríkið]], [[Fyrsta millitímabilið]], [[Miðríkið]], [[Annað millitímabilið]], [[Nýja ríkið]] og [[Þriðja millitímabilið]]. Eftir Þriðja millitímabilið tók [[Síðtímabilið]] við þegar [[Akkamenídaríkið]] lagði landið undir sig. Því lauk með landvinningum [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] en þá tóku grískættaðir [[Ptólemajar]] við völdum í Egyptalandi. Rómverjar, undir stjórn [[Ágústus|Octavíanusar]], lögðu Egyptaland Ptólemaja undir sig 30 f.Kr. og gerðu það að [[Aegyptus (rómverskt skattland)|rómversku skattlandi]].
Undirstaða ríkisins var frjósemi [[Níl]]ardalsins sem stafaði af reglulegum flóðum í ánni. Bygging [[áveita|áveitna]] og umframframleiðsla sem þær gerðu mögulega var ein orsök þess að til varð háþróað samfélag með ríkistrúarbrögðum, [[híeróglýfur|ritmáli]], verslun og her. [[Stjórnsýsla]] var í höndum [[skrifari|skrifara]], [[prestur|presta]] og [[landstjóri|landstjóra]] en efstur sat konungurinn, [[faraó]], sem talinn var guðaættar í hinum margslungnu [[fornegypsk trúarbrögð|fornegypsku trúarbrögðum]].
{{commonscat|Ancient Egypt|Egyptalandi hinu forna}}
|