Munur á milli breytinga „Jósef Stalín“

Fimm ára áætlanirnar reyndust vel til að auka iðnframleiðslu Sovétríkjanna, en þær leiddu ekki til mikilla kjarabóta fyrir almenning, því höfuðáhersla var lögð á auknar fjárfestingar í iðnaði framyfir einkaneyslu. Sér í lagi jókst framleiðslan í þungaiðnaði mikið.
 
Stalín beitti sér af grimmd og miskunnarleysi gegn þeim, sem hann taldi andstæðinga sína. Komið var á fót kerfi [[Gúlag|fangabúða]] sem meintir andstæðingar hans voru sendir í. Milljónir manna og jafnvel heilar þjóðir voru sendar í slíkar búðir, flestir án saka eða fyrir afskaplega litlar sakir. Meðal þeirra sem lentu í [[Hreinsanirnar miklu|hreinsunum Stalíns]] á [[1931-1940|4. áratugnum]] voru fjölmargir yfirmenn Rauða hersins, þar á meðal [[MikhailMikhaíl TukhachevskyTúkhatsjevskij]], hershöfðingi, sem herdómstóll dæmdi til dauða í júní [[1937]]. Hreinsanir Stalíns innan hersins veiktu stjórn Rauða hersins og átti það eftir að hafa alvarlegar afleiðingar þegar innrás Þjóðverja hófst árið [[1941]].
 
=== Seinni heimsstyrjöldin ===