„Anna Rússakeisaraynja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 21:
 
==Æviágrip==
Anna var dóttir [[Ívan 5.|Ívans 5. Rússakeisara]] og bróðurdóttir [[Pétur mikli|Péturs mikla]]. Pétur trúlofaði hana Friðrik Vilhjálmi, hertoga af Kúrlandi, í nóvember árið 1710, en á leiðinni heim úr brúðkaupi þeirra í [[Sankti Pétursborg]] í janúar næsta ár lést hertoginn skyndilega. Anna varð ríkisstjóri Kúrlands sem ekkja hertogans frá 1711 til 1730.
 
Eftir að [[Pétur 2.]] lést árið 1730 hugðust rússneskir háaðalsmenn takmarka völd næsta einvalds og undirbjuggu tilskipun þess efnis sem eftirmaður Péturs ætti að undirrita. Þegar Anna var valin sem næsta keisaraynja og kom til Sankti Pétursborgar reif hún einfaldlega í sundur tilskipunina. Hún var krýnd í Moskvu stuttu síðar.