„Corazon Aquino“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
Sem forseti Filippseyja stóð Aquino fyrir því að ný stjórnarskrá var sett sem takmarkaði völd forsetaembættisins og setti á fót ríkisþing á tveimur deildum. Ríkisstjórn hennar lagði mikla áherslu á [[mannréttindi]] og [[borgaraleg réttindi]] og á friðarviðræður við kommúnistauppreisnir og íslamskar aðskilnaðarhreyfingar á Filippseyjum. Efnahagsstefnur hennar gengu út á að ýta undir hagvöxt og beittu sér fyrir markaðsvænu en samfélagslega ábyrgu hagkerfi.
 
Nokkrar valdaránstilraunir voru gerðar gegn stjórn Aquino auk þess sem náttúruhamfarir skullu á Filippseyjum á stjórnartíð hennar. Embættistíð hennar lauk árið 1992 og [[Fidel Ramos]] tók við sem forseti. Aquino dró sig úr stjórnmálum en var áfram mjög opinská um skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Fyrir hlutverk hennar í friðsælustu lýðræðisbyltingu sögunnar hlaut hún [[Ramon Magsaysay-verðlaunin]] árið 1998.
 
Aquino greindist með ristilkrabbamein árið 2008 og lést úr því þann 1. ágúst árið eftir. Friðar- og lýðræðisminnismerki voru reist í Manila og heimasýslu hennar, Tarlac, eftir dauða hennar. Sonur hennar, [[Benigno Aquino III]], var forseti Filippseyja frá 2010 til 2016. Alla ævi var Aquino trúrækinn kaþólikki og talaði [[Franska|frönsku]], [[Japanska|japönsku]], [[Spænska|spænsku]] og [[Enska|ensku]] reiprennandi auk móðurmála sinna, [[tagalog]] og [[kapampangan]].<ref name="9facts">{{cite web|url=http://www.filipiknow.net/facts-about-cory-aquino/ |title=9 Interesting Facts You May Not Know About Corazon Aquino |website=filipiknow |accessdate=18. júlí 2018}}</ref>