„Napóleon 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Napóleon II eyddi því sem hann átti eftir ólifað í Austurríki. Það varð mjög kalt á milli Napóleons II og móður hans, Marie-Louise, þegar uppgötvaðist að Marie-Louise hafði gifst og eignast tvö börn með austurríska herforingjanum [[Adam Albert von Neipperg]] á meðan Napóleon eldri var enn á lífi. Napóleon II fyrirgaf móður sinni aldrei og lét þau orð falla að „Ef [[Joséphine de Beauharnais|Jósefína]] hefði verið móðir mín hefði faðir minn ekki verið jarðsettur á Sankti Helenu“.<ref name=lindqvist>Linqvist, Hermann, ''Napóleon'' (2011), Hið íslenska bókmenntafélag, bls. 604.</ref> Þar til hann lést, þá 21 árs að aldri, var hann viðurkenndur meðal stuðningsmanna Bonaparte-ættarinnar sem réttmætur erfingi krúnunnar í Frakklandi.
 
Eftir dauða sinn fékk Napóleon II gælunafnið ''l'Aiglon'' eða „arnarunginn“. Viðurnefnið varð vinsælt vegna leikritsins ''L'Aiglon'' eftir [[Edmond Rostant]]. Þegar [[Napóleon III|Louis-Napóleon Bonaparte]] varð keisari árið 1852 tók hann sér titilinn Napóleon III til að viðurkenna stutta valdatíð frænda síns.<ref>{{Vísindavefurinn|6360|Bar einhver titilinn Napóleon II?}}</ref>
 
Árið 1940 lét [[Adolf Hitler]] flytja kistu Napóleons II til Frakklands sem vináttuvott við [[Vichy-stjórnin|Vichy-stjórnina]] sem þá var tekin við völdum. Hann var jarðsettur í Invalide-hvelfingunni ásamt föður sínum og öðrum meðlimum Bonaparte-ættar árið 1969.<ref name=lindqvist/>