„Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í kosningunum og stjórnarandstöðuflokkarnir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku við stjórnartaumunum. Báðir flokkarnir höfðu ályktað um það í aðdraganda kosninga að stöðva aðildarviðræður. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:
{{tilvitnun|Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.|Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins|22. maí 2013}}
 
[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði margsinnis lýst því yfir bæði fyrir og eftir kosningarnar að ríkisstjórnin myndi ekki hverfa frá aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að leggja málið fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu.<ref>{{cite news|title=„Við munum standa við það að hlusta á fólkið í landinu“|url=http://www.visir.is/g/2014140228837|publisher=''[[Vísir]]''|date=27. febrúar 2014|accessdate=23. september 2018}}</ref><ref>{{Vísindavefurinn|72714|Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?}}</ref> Þvert á þessi ummæli fór svo að [[Gunnar Bragi Sveinsson]], þáverandi utanríkisráðherra, sendi Evrópusambandinu árið 2015 tilkynningu um að aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið, sem þá höfðu verið á ís í nokkur ár, skyldi alfarið hætt.<ref>{{cite news|title=Bréf Gunnars Braga um að afturköllun ESB-umsóknar birt í heild sinni|url=https://kjarninn.is/frettir/bref-gunnars-braga-um-ad-afturkollun-esb-umsoknar-birt-i-heild-sinni/|publisher=''[[Kjarninn]]''|date=13. mars 2015|accessdate=23. september 2018}}</ref> Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu, né var hún afgreidd af alþingi.<ref>{{cite news|title=Þingið ekki til­búið í ESB-mál­inu|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/12/18/thingid_ekki_tilbuid_i_esb_malinu_4/|publisher=''[[mbl.is]]''|date=18. desember 2015|accessdate=23. september 2018}}</ref> Aðspurður hví ekki hefði verið staðið við loforðið um að binda ekki enda á viðræðurnar án samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu sagði Bjarni Benediktsson síðar að „pólitískur ómöguleiki“ hefði komið í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um málið.
 
== Tilvísanir ==