„Angela Merkel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
 
===Kanslaratíð (2005 –)===
Merkel var kjörin kanslari Þýskalands í stjórnarsamstarfi Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna eftir mjög jafnar þingkosningar árið 2005.<ref>{{Cite news |url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3678142|title=Stjórnarmyndunarviðræður að hefjast |work=Morgunblaðið |date=11. október 2005|accessdate=1. september 2018}}</ref> Merkel hafði í aðdraganda kosninganna boðað róttækar umbætur í anda markaðshyggju en í stjórnarmyndunarviðræðunum þurftu flokkarnir að miðla málum um margt. Meðal þess sem flokkarnir komu sér saman um í stjórnarsáttmálanum var að draga úr fjárhagshalla með aukinni skattlagningu.<ref>{{Cite news |url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3685517|title=Erfið stjórnarmyndun en Merkel hvergi bangin |work=Morgunblaðið |date=23. nóvember 2005|accessdate=1. september 2018}}</ref> Auk þess boðaði Merkel bætt samskipti við [[Bandaríkin]]. Árið 2007 sat Merkel í forsæti [[Evrópska ráðið|evrópska ráðsins]] og gegndi þar með lykilhlutverki í samningu og viðræðum um [[Lissabon-sáttmálinn|Lissabon-sáttmálann]], sem var samþykktur í lok ársins.
 
[[Mynd:EPP Congress 3623 (8097362956).jpg|thumb|right|Merkel ásamt íhaldsleiðtogunum [[Mariano Rajoy]] og [[Viktor Orbán]] á flokksþingi [[Evrópski þjóðarflokkurinn|Evrópska þjóðarflokksins]] árið 2012.]]