Munur á milli breytinga „Marxismi“

ekkert breytingarágrip
(Tek aftur breytingu 1549645 frá Ah3kal (spjall))
 
== Greinar marxisma ==
Fljótlega eftir að Marx og Engels voru látnir, fór fylgismenn þeirra að greina á um hver hin rétta túlkun pólitísks marxisma væri. [[Annað alþjóðasambandið]] gerðist í fyrstu fráhverft beinni byltingu, en áleit að ná mætti sama árangri með baráttu á [[þing]]i og í öðrum borgaralegum stofnunum. Það klofnaði þegar byltingarsinnar sögðu skilið við það á árum [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]], vegna afstöðu til stríðsins og byltingarinnar í [[Rússland]]i. [[Lenín]] tók upp merki byltingarsinnaðs marxisma og jók við kenningar Marx, meðal annars með kenningunni um [[Heimsvaldsastefna|heimsvaldastefnu]], í samnefndu riti sínu. Eftir dauða Leníns urðu [[Stalín]] og [[Trotskí]] leiðandi hvor í sínum hópi, þar sem aðal bitbeinið var hvort Stalín og [[bolsévíkar]] væru á réttri leið um stjórn [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Enn klofnaði hreyfingin þegar vinslit urðu með Stalín og [[Tító]] og kuldi milli Stalíns og [[Maó]]s, og eftir að [[NikítaNikita Khrústséff|KhrústséffKrústsjov]] hélt [[Leyniræðan|leyniræðu]] sína og uppskar fyrir vikið fordæmingu Maós og [[Enver Hoxha|Envers Hoxha]], sem einnig [[Kínversk-albanski klofningurinn|urðu ósáttir]]. Ástæður þessara vinslita voru oftast pólitískar, en hugmyndafræðin fylgdi þeim (sem rímar við þá skoðun díalektískrar efnishyggju að hið hlutlæga sé grundvöllur hins huglæga...).
 
Marxísk fræði hafa haft mikil áhrif á önnur svið en bein opinber stjórnmál. Má þar einkum nefna söguskoðunina, sem markar söguspeki margra sagnfræðinga, og heimspekina, sem styður lífsviðhorf efnishyggjumanna. Þá eru marxísk áhrif (mis)sterk innan margra annarra fræðigreina, til dæmis [[bókmenntafræði]], [[kynjafræði]], hagfræði og auðvitað [[stjórnmálafræði]].