„Richard Nixon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 57:
Þann 23. september 1952 flutti Nixon ræðu í landssjónvarpi, þar sem hann viðurkenndi tilvist sjóðsins en tók fram að sjóðurinn væri hvorki óvenjulegur, né leynilegur á nokkurn hátt og sagðist geta lagt fram bókhaldsgögn því til stuðnings. Þá sagði hann enn fremur að eina gjöfin sem hann hefði þegið væri [http://dogtime.com/dog-breeds/cocker-spaniel Cocker Spaniel] tík, sem hann nefndi Checkers, og að fjölskyldan ætlaði sér að halda henni. Ræða Nixon bar góðan árangur, styrkti stöðu hans innan repúblikanaflokksins og sýndi að hann hefði aðdráttaraflið til þess að laða fjöldann að sér. Þá sýndi það sig einnig hvað sjónvarpið var að verða sterkur fjölmiðill fyrir stjórnmálamenn. Í nóvember árið 1952 báru svo Eisenhower og Nixon sigur úr bítum gegn frambjóðendum demókrata, í forsetakosningum Bandaríkjanna, með sjö milljónum atkvæða.
 
Í forsetatíð Eisenhower gerði Nixon varaforsetaembættið að bæði sýnilegu og mikilvægu embætti. Hann ferðaðist víða og ávann sér virðingu, bæði Bandaríkjamanna og annarra þjóða, með frammistöðu sinni í samskiptum við aðrar þjóðir. Þar á meðal þótti frammistaða hans í svokölluðum [[EldhúsumræðurnarEldhúskappræðurnar|„eldhúsumræðum“]] við leiðtoga Sovétríkjanna árið 1959, [[Nikita Krústsjov]], um samskipti stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, eftirtektarverð.<ref>{{vefheimild|titill=The Vice President|url=http://www.nixonlibrary.gov/thelife/apolitician/thevicepresident.php|publisher=Nixon presidential library and museum|mánuðurskoðað=21. nóvember|árskoðað=2014}}</ref> <ref>{{vefheimild|titill=Richard Nixon Biography|url=http://www.biography.com/people/richard-nixon-9424076#vice-presidency|publisher=bio.|mánuðurskoðað=21. nóvember|árskoðað=2014}}</ref>
 
== Forsetakjör ==