„Verzlunarskóli Íslands“: Munur á milli breytinga

Tek aftur breytingu 1607446 frá 82.148.92.78 (spjall)
(Tek aftur breytingu 1604960 frá Bragi H (spjall))
Merki: Afturkalla
(Tek aftur breytingu 1607446 frá 82.148.92.78 (spjall))
Merki: Afturkalla
 
== Félagslíf ==
Við skólann er mjög virkt og skipulagt félagsstarf. '''Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands (NFVÍ)''' starfrækir hátt í 50 nefndir og hundruðir nemenda í ýmsum klúbbum og nefndum við skólann og í stjórn nemendafélagsins. NFVÍ er stærsta nemendafélag á landinu og nýtur gríðarlegra vinsælda.
 
{| {{prettytable}} style="float: right;"
|+Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands
|-
| Stofnað || colspan="2" | [[1905|1908]]
|-
|Staðsetning
| colspan="2" |Ofanleiti 1
103 Reykjavík
|-
| Vefsíða || colspan="2" |[https://nfvi.is/ nfvi.is]
|-
| colspan="3" |'''Stjórn NFVÍ 2017 - 2018'''
|-
| Forseti ||'''Pétur Már Sigurðsson'''
|forseti@verslo.is
|-
| Féhirðir ||'''Halldór Benedikt Haraldsson'''
|fehirdir@verslo.is
|-
| Markaðsstjóri || '''Ketill Hugi Hafdal Halldórsson'''
|markadsstjori@verslo.is
|-
| Formaður Málfundafélags ||'''Bjarki Sigurðsson'''
|mfvi@verslo.is
|-
| Formaður Nemendamótsnefndar ||'''Katrín Magnúsdóttir'''
|nemo@verslo.is
|-
|Formaður Skemmtinefndar||'''Egill Orri Árnason'''
|skemmto@verslo.is
|-
| Ritstýra Verzlunarskólablaðsins ||'''Ragnhildur Ásgeirsdóttir'''
|v83@verslo.is
|-
| Ritstýra Viljans ||'''Katla Einarsdóttir'''
|viljinn@verslo.is
|-
| Formaður Listafélagsins ||'''Dísa Jakobsdóttir'''
|lfvi@verslo.is
|-
| Formaður Íþróttafélagsins ||'''Tinna Sól Þrastardóttir'''
|ithro@verslo.is
|}
 
Félagið heitir Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands, skammstafað N.F.V.Í. Heimili þess er Ofanleiti 1. Varnarþing þess er í Reykjavík. Félagar eru allir nemendur Verzlunarskóla Íslands. Hlutverk N.F.V.Í. er að efla félagsþroska nemenda, tengsl þeirra innbyrðis, kynni þeirra við aðra skóla og gæta hagsmuna þeirra innan skólans.
 
=== Stjórnskipan ===
Stjórn N.F.V.Í. er skipuð af 10 einstaklingum. Stjórnina skipa Forseti, Féhirðir, Markaðsstjóri, Formaður Málfundafélags, Ritstjóri Verzlunarskólablaðsins, Formaður Nemendamótsnefndar, Ritstjóri Viljans, Formaður Íþróttafélags, Formaður Listafélags og Formaður Skemmtinefndar.
 
Stjórn N.F.V.Í. hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
 
=== Útgáfa ===
NFVÍ gefur m.a.meðal annars út skólablaðið ''Viljann'' sem kom fyrst út +arið 1908 og árbókina sína, ''Verzlunarskólablaðið''.
 
''Viljinn'' kom fyrst út árið 1908, blaðið er einskonar tímarit sem inniheldur viðtöl, greinar eftir nemendur, tískuþætti, myndaþætti o.fl. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári, tvisvar á hverri önn.
 
''Verzlunarskólablaðið'' kemur út einu sinni á ári og telur nú 83 árganga. Blaðið hefur undanfarin ár verið í formi harðspjalda bókar og nær hátt í 300 blaðsíður. Blaðið er eins konar árbók félagslífsins í Verzlunarskólanum og leitast við að draga upp mynd af starfi félagsins hverju sinni.
 
Auk þess gefur félagið út blöðin ''Örkin'' og ''Kvasir''. ''Örkin'' er ný útgáfa af gamla slúðurblaðinu ''Harmónía'', sem fór aldrei í prent á skólaárinu 2012-2013 vegna óviðráðanlegra aðstæðna. ''Örkin'' er hins vegar útgáfa sem leggur áherslu á íþróttir, tísku og heilsu. ''Kvasir'' er slúðurblað Verzlinga. Þar birtist allt helsta slúður um Verzlinga ásamt ýmsu skemmtiefni. Núna er ''Kvasir'' gefinn út við ýmis tilefni. Hefð var fyrir því að ''Kvasir'' gáfu út blað einu sinni á ári, nánar tiltekið á MR-VÍ daginn, með ''Loka Laufeyjarsyni'', tímariti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]]. Skólaárið 2016-2017 var þó aðeins hrist upp í hlutunum og Skemmtinefnd, ásamt Verzlunarskólablaðinu gáfu út hið alræmda ''Skemmtunarskólablað''. Blaðið sló rækilega í gegn og er nú komið í lög nemendafélagsins að það skuli vera gefið út árlega.
 
=== NEMÓ ===
Árlega er haldið nemendamót, '''Nemó''', sem er gjarna talið hápunktur ársins af nemendum og starfsfólki. [[Söngleikur|Söngleikir]] Verzlunarskólans sem vakið hafa mikla athygli í gegnum árin, eru frumfluttir á þessu nemendamóti, sem haldið er í [[febrúar]] á hverju ári. Skapast hefur sú hefð að nemendur hittist að morgni til í morgunverðarteiti heima hjá einum í bekknum, fara svo á frumsýningu nemendamótssýningarinnar, og haldi svo á nemendamótsdansleikinn um kvöldið. Dansleikurinn hefur undanfarin ár verið stærsti dansleikur allra menntaskóla á landinu og mæta nemendur úr mörgum mismunandi skólum á hann. Það er '''nemendamótsnefnd''' sem sér um uppsetningu nemendamótssýningarinnar, sem og umsjón dansleiksins.
 
==== Nemósöngleikurinn ====
15.563

breytingar