„Wernher von Braun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 38:
Áhugi Bandaríkjamanna stórjókst eftir [[Spútnikáfallið]] árið 1957. Bandaríkjamenn vildu ómir jafna stöðuna eftir að Sovétmenn höfðu orðið fyrri til að senda gervitungl á sporbaug um jörðina. Braun var falið að hanna [[Júpíter C]]-gervitunglið til að jafna stöðuna. Braun tókst að senda þetta gervitungl út í geim þann 30. janúar 1958 og varð þjóðarhetja í Bandaríkjunum fyrir að hafa með þessu móti jafnað stöðuna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]].<ref name=heimilistími/>
 
Á sjöunda áratugnum var þróunarmiðstöð eldlauga flutt til [[NASA]], nýju bandarísku geimferðastofnunarinnar. Braun var þar skipaður yfirmaður Marshall-geimferðamiðstöðvarinnar og falið að þróa [[Saturn V]]-flaugarnar sem áttu að koma Bandaríkjamönnum til [[Tunglið|tunglsins]]. Braun varð þekktasti og sýnilegasti talsmaður geimkönnunar Bandaríkjamanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Árið 1969 náðu Bandaríkjamenn að senda menn til tunglsins og unnu þannig í reynd geimkapphlaupið við Sovétmenn en Braun hélt áfram að mæla fyrir frekari geimkönnun og lét sig m.a. dreyma um leiðangur til [[Mars (reikistjarna)|Mars]].<ref name=heimilistími/>
 
==Tilvísanir==