„Mosi frændi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gunnlaugs (spjall | framlög)
Gunnlaugs (spjall | framlög)
Viðbót við sögu sveitarinnar.
Lína 6:
 
Þegar Ármann trommuleikari kvæntist haustið 2004 ákváðu meðlimir sveitarinnar að koma saman og taka nokkur lög í brúðkaupsveislunni. Í framhaldi af því fæddist sú hugmynd að halda endurkomutónleika þótt lítið gerðist í þeim málum í fyrstu. Á vordögum 2009 hófust þó æfingar og lék Mosi Frændi opinberlega í þrígang þetta sumar - fyrst sem leynigestur á pönktónleikum á Sódómu Reykjavík, því næst í beinni útsendingu á Rás 2 og loks á hinum eiginlegu "comeback" tónleikum á Grand Rokk 13. ágúst 2009. Meðal þeirra sem stigu á stokk með Mosa Frænda þetta kvöld voru Felix Bergsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Ári síðar lék Mosi frændi á "reunion" skólasystkina sinna úr MH, sem haldið var í Hugmyndahúsi Háskólanna.
 
Í tilefni af þrjátíu ára afmæli kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík voru haldnir tónleikar á Gauki á Stöng þar sem fram komu margar helstu jaðarsveitir landsins auk eldri pönkhljómsveita. Nýrri böndin fengu þau fyrirmæli að spila að minnsta kosti eitt lag úr kvikmyndinni og spreytti Mosi frændi sig á Creeps með Q4U, Ó Reykjavík með Vonbrigðum og Af því að pabbi vildi það með Jonee Jonee.
 
Mosi frændi lifnaði svo enn og aftur við árið 2013 og hélt tónleika á Gamla Gauknum þann 8. maí ásamt Skelk í bringu, Saktmóðigum, Fræbbblunum og Hellvar. Á þeim tónleikum voru frumflutt fjögur ný lög, "Útrásarvíkingurinn snýr aftur", "Ekkert hef ég lært", "Aulinn Atli" og "Nakin nótt" en síðasttalda lagið fékk nafn og texta aðeins nokkrum dögum fyrir tónleikana. Í tilefni af aldarfjórðungsafmæli Kötlu köldu ákvað Mosi frændi nefnilega að auglýsa eftir söngtexta við nýtt lag og var það gert í samvinnu við útvarpsþáttinn "Poppland" á Rás 2. Höfundur textans heitir Jón Benjamín Einarsson og hefur skrifað nokkur leikrit.