Munur á milli breytinga „Loki“

15 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
→‎Afkvæmi Loka: bætti inn heitinu Miðgarðsormur
m (Tók aftur breytingar 82.148.70.9 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Tegel)
(→‎Afkvæmi Loka: bætti inn heitinu Miðgarðsormur)
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
 
== Afkvæmi Loka ==
Loki gat þrjú afkvæmi við tröllkonuna og eru þau hvert öðru hryllilegra. Miðgarðsormur, risaslangan sem lykur sig um Miðgarð, og [[Fenrisúlfur]], risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er [[Hel]] en hún ríkir yfir undi og dauðum. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Váli og Narfi.
 
Eitt afkvæmi Loka er enn ótalið en það er hinn áttfætti hestur [[Sleipnir]]. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð brá Loki sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest risans í burtu. Það tókst og risinn náði ekki að byggja múrinn á tíma en afleiðingarnar fyrir Loka voru þær að síðar eignaðist hann Sleipni.
Óskráður notandi