„Neville Chamberlain“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
'''Arthur Neville Chamberlain''' ([[18. mars]] [[1869]] – [[9. nóvember]] [[1940]]) var [[Bretland|breskur]] [[stjórnmálamaður]] og [[forsætisráðherra Bretlands]] úr [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]] frá maí [[1937]] til maí [[1940]]. Chamberlain er helst minnst vegna undanlátsstefnu sinnar í utanríkismálum og þá sér í lagi fyrir gerð [[München-sáttmálinn|München-sáttmálans]] árið 1938 þar sem Bretar og Frakkar viðurkenndu yfirráð [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]] í þýskumælandi hlutum [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]]. Þegar [[Adolf Hitler]] [[Innrásin í Pólland|lýsti yfir stríði gegn Póllandi]] lýsti Bretland Þjóðverjum stríði á hendur þann 3. september 1939 og Chamberlain leiddi þjóðina á fyrstu átta mánuðum [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]].
 
Chamberlain vann í viðskiptum og í héraðsstjórnum auk þess sem hann var forstjóri herkvaðningar árin 19171916 og 1917 uns hann fór að fordæmi föður síns og hálfbróður og gerðist meðlimur breska þingsins árið 1918, þá 49 ára að aldri. Hann var útnefndur heilbrigðismálaráðherra árið 1923 og síðan fjármálaráðherra. Eftir stutta ríkisstjórnartíð [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokksins]] varð Chamberlain heilbrigðismálaráðherra á ný og stóð fyrir ýmsum umbótum frá 1924 til 1929. Hann varð aftur fjármálaráðherra í þjóðstjórn árið 1931.
 
Þegar [[Stanley Baldwin]] settist í helgan stein árið 1937 gerðist Chamberlain forsætisráðherra í hans stað. Ráðherratíð hans einkenndist af deilum um viðbrögð gagnvart herskárri utanríkisstefnu Þýskalands. Ákvarðanir Chamberlain í München árið 1937 nutu mikils stuðnings Breta á þeim tíma. Þegar Hitler hélt hernaði sínum gegn nágrannaríkjunum áfram hét Chamberlain því fyrir hönd Breta að vernda sjálfstæði Pólverja ef ráðist yrði inn í Pólland. Heit Chamberlain dró Bretland því inn í stríð við Þýskaland þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland árið 1939. Chamberlain sagði af sér þann 10. maí árið 1940 eftir að Bandamenn neyddust til að flýja frá Noregi þar sem hann taldi nauðsynlegt að ríkisstjórnin nyti stuðnings allra stjórnmálaflokkanna og Frjálslyndi og Verkamannaflokkurinn vildu ekki ganga í þjóðstjórn undir stjórn Chamberlain. Í stað hans varð [[Winston Churchill]] forsætisráðherra en Chamberlain var þó enn virtur á breska þinginu, sérstaklega meðal Íhaldsmanna. Hann var áfram mikilvægur meðlimur í stríðsstjórn Churchill þar til hann neyddist til að segja af sér sökum vanheilsu. Chamberlain lést úr krabbameini sex mánuðum eftir að hann sagði af sér.