„Leoníd Brezhnev“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 34:
 
===Leiðtogi Sovétríkjanna===
Sem leiðtogi Sovétríkjanna jók Bresnjev pólitískan stöðugleika í ríkinu með íhaldssemi sinni, varkárni og viðleitni til að komast að sameiginlegum niðurstöðum með meðlimum miðstjórnarinnar. [[Spilling]] jókst hins vegar einnig vegna frændhygli hans og andstöðu við allar umbætur. Samfélagið og efnahagurinn leið fyrir það og tímabilið hefur í seinni tíð verið kennt við „stöðnun Bresnjevs“. Á alþjóðasviðinu ýtti Bresnjev á eftir svokallaðri [[Slökunarstefnan|slökunarstefnu]], eða ''détente''; viðleitni beggja heimsveldanna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] til að slaka á spennu í samskiptum sínum og auka efnahagssamstarf. Þrátt fyrir þetta rak Bresnjev einnig herskáa utanríkisstefnu og Sovétríkin gripu inn í fjölda hernaðardeila á valdatíð hans. Meðal þessara hernaðarinngripa var [[innrás Sovétmanna í Afganistan]]. Í desember árið 1981 ákvað hann hins vegar að senda sovéska herinn ekki til þess að kveða niður óeirðir í Póllandi og batt þar með enda á [[Bresnjev-kenningin|Bresnjev-kenninguna]], sem hafði gert ráð fyrir að Sovétmönnum bæri að beita hervaldi til þess að vernda kommúnismann ef honum væri ógnað á áhrifasvæði þeirra.
 
Eftir að heilsu hans hafði farið hrakandi í mörg ár lést Bresnjev þann 10. nóvember 1982 og [[Júríj Andropov]] tók við embætti hans. Bresnjev hafði hvatt til foringjadýrkunar á sjálfum sér, en þó ekki í nærri sama mæli og Stalín hafði gert. [[Mikhaíl Gorbatsjev]], sem leiddi Sovétríkin frá 1985 til 1991, fordæmdi forystu og arfleifð Bresnjevtímans og hóf að gera Sovétríkin frjálslyndari.