„Evrópusardína“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Johannesadal (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Johannesadal (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 34:
=== Lífshættir ===
[[Mynd:Sardina pilchardus1.jpg|thumb|left|upright=0.9|]]
Evrópusardínan er fiskur sem lifir eingöngu í sjó og við strendur. Hún er göngufiskur sem kýs að lifa í köldum sjó og verður kynþroska tveggja til þriggja ára með kynslóðatíma fimm til sex ár. Hrygningartíminn er misjarn eftir stofnum í Miðjarðarhafinu og Svartahafinu. Miðjarðahafsstofninn hrygnir frá september til júní, en stofninn í Svartahafinu frá júní til ágúst. Hrygningin á sér stað við ströndina eða á opnu hafi og er frjósemin 50.000 – 60.000 egg á hrygnu með þvermál um 1,5 mm hvert egg.IUC<ref>http://www.iucnredlist.org/details/198580/0</ref>
 
Sardínan yfirgefur Miðjarðarhafið og ströndina á haustin vegna þess að hún vill komast í kaldari sjó og stöðugra seltustig. Seiðin eru orðin 13 – 14 cm við kynþroskann en fullvaxinn er fiskurinn um átta ára og er þá í kringum 20 cm.
 
Fæðan samanstendur af plöntu- og dýrasvifum og nærist fiskurinn aðallega á þeim á nóttunni er svifið er nær yfirborðinu. Evrópusardínan gegnir veigamiklu hlutverki í vistkerfi Miðjarðarhafsins sem einn helsti neytandi svifsins þar og sem fæða ýmissa botnlægra fiska eins og kolmúla Merluccius merluccius) og hafál 8Conger conger).6<ref>https://books.google.is/books?id=PDlCjy30WKkC&pg=PA209&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false</ref>
 
Nytjar
[[Mynd:Slane Sardele - Konoba Damatino - Cavtat (14707579779).jpg|thumb|left|upright=1,2|]]
Evrópusardínan er veidd í miklum mæli og gegnir veigmiklu efnahagslegu hlutverki. Hún er aðallega veidd í hringnót og reknet en einnig í flottroll. Árlega eru veidd um milljón tonn og eru Marokkó og Spánn stærstur veiðiþóðirnar.<ref>http://www.fao.org/fishery/species/2910/en</ref> Fiskurinn er seldur ferskur, frosinn eða niðursoðinn en einnig saltaður og reyktur eða jafnvel þurkaður. Þá fer líka eitthvað af honum í beitu fyrir veiðarfæri og í framleiðslu á fiskafóðri.<ref>http://www.iucnredlist.org/details/198580/0</ref>
 
Fiskurinn er almennt ekki talinn í útrýmingarhættu en úti fyrir ströndum Marokkó eru þó ákveðnar takmarkanir á veiðum. Einnig eru takmarkanir á fjárfestingum í niðursuðuverksmiðjum. Það er engin lágmarks stærð sem má veiða en takmörkun er á fjölda fiska sem má vera í kílói eða 50 stykki. Evrópusambandið hefur sett reglur um að ekki megi landa smærri sardínu en 11 cm og ekki færri en 55 fiskar í kílói. Engar takmarkanir eru á löndun við Svartahafið. Tegundin getur gengið inn á svæði sem eru vernduð fyrir fiskveiðum og notið verndar á þann hátt.<ref>http://www.iucnredlist.org/details/198580/0</ref>
 
{{stubbur|líffræði}}