„Georgíj Malenkov“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
 
==Æviágrip==
Malenkov fæddist í iðnaðarbænum Orenburg.<ref name=falkinn>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4369796 „Georgij Malenkov“], ''Fálkinn'', 37. tölublað (02.10.1953), bls. 4.</ref> Faðir hans var embættismaður [[Rússneska keisaradæmið|rússnesku keisarastjórnarinnar]].<ref name=falkinn/> Hann lauk stúdentsprófi þegar hann var 17 ára og gekk síðan í verkfræðiskólann í Sankti Pétursborg. Þegar Malenkov var á aldri til að byrja herþjónustu árið 1917 braust [[októberbyltingin]] á og Malenkov gekk í lið með Bolsévikum þegar ljóst var að [[Bolsévikar]] myndu sigra. Árið 1920 gekk Malenkov í sovéska kommúnistaflokksinskommúnistaflokkinn. Eftir að hafa gengt tveggja ára þjónustu í [[Rauði herinn|rauða hernum]] á meðan á [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldinni]] stóð lauk Malenkov við verkfræðipróf í verkfræðiskólanum í Moskvu.<ref name=falkinn>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4369796 „Georgij Malenkov“], ''Fálkinn'', 37. tölublað (02.10.1953), bls. 4.</ref>
 
Malenkov komst til áhrifa innan sovésku stjórnarinnar þökk sé persónusambandi sínu við [[Vladímír Lenín]]. Árið 1925 var honum falin umsjá yfir skjalasafni sovéska kommúnistaflokksins. Í því embætti kynntist hann Stalín, sem var þá orðinn eiginlegur leiðtogi Sovétríkjanna. Vegna kynna sinna við Stalín tók Malenkov þátt í [[Hreinsanirnar miklu|hreinsununum miklu]]. Í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] var Malenkov gerður ábyrgur fyrir þróun sovéskra eldflauga. Hann var jafnframt ábyrgur fyrir því að flytja sovésku hergagnaframleiðsluna á öruggari staði austan við Úralfjöll þegar Þjóðverjar sóttu fram inn í Rússland.<ref name=falkinn/> Hann fór jafnframt fyrir framleiðslu á skriðdrekum, flugvélum, skotfærum og öðrum vopnum.<ref name=falkinn/> Frá 1946 til 1947 var hann formaður sérstakrar nefndar um eldflaugatækni. Malenkov komst síðar í náðir hjá Stalín með því að draga úr áhrifum marskálksins [[Georgij Zhukov]] og tala niður hróður borgarinnar [[Sankti Pétursborg|Leningrad]] svo [[Moskva]] héldi ímynd sinni sem hin eina menningarlega og pólitíska höfuðborg Sovétríkjanna.<ref>[http://www.bbc.co.uk/history/worldwars/wwtwo/leningrad_betrayal_01.shtml Stalin and the Betrayal of Leningrad]</ref>