„Adolf Hitler“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 99:
Þann 7. desember 1941 [[Árásin á Perluhöfn|réðust Japanir á Perluhöfn]] og hófu þannig stríð við [[Bandaríkin]]. Hitler lýsti yfir stríði gegn Bandaríkjunum til stuðnings við Japan fjórum dögum síðar.
 
Vegna hinna fjölmörgu hernaðarsigra ársins 1940 var Hitler orðinn fullur oflætis og skipti sér æ meira af ákvörðunum þýsku hershöfðingjanna.<ref>{{Vísindavefurinn|3765|Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?}}</ref> Hitler neitaði að leyfa þýska hernum að hörfa frá [[Orrustan um Stalíngrad|orrustunni um Stalíngrad]] en þar létu um 200,000 hermenn Öxulveldanna lífið og 235,000 voru teknir til fanga. Þjóðverjar báðu síðan ósigur í [[Orrustan um Kúrsk|orrustunni um Kúrsk]] en upp frá því fór gæfan á austurvígstöðvunum að snúast Sovétmönnum í vil. Árið 1943 gerðu bandamenn [[Innrásin í Sikiley (1943)|innrás í Sikiley]] og Mussolini var steypt af stóli í Ítalíu. Næsta ár gerðu bandamenn síðan [[Innrásin í Normandí|innrás í Normandí]] og frelsuðu Frakkland undan hernámi Þjóðverja. Á þessum kafla stríðsins var mörgum þýskum herforingjum ljóst að Þýskaland myndiætti tapaósigur stríðinuvísan og áframhaldandi hollusta við Hitler gæti leitt til þess að landinu yrði gereytt.
 
===Síðustu dagar og sjálfsmorð Hitlers===