„Taívan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
|símakóði = 886
}}
'''Lýðveldið Kína''' ([[hefðbundin kínverska]]: 中華民國, [[einfölduð kínverska]]: 中华民国; [[Wade-Giles]]: ''Chung-hua Min-kuo'', [[Tongyong Pinyin]]: ''JhongHuá MínGuó'', [[Hanyu Pinyin]]: ''Zhōnghuá Mínguó'') er lýðræðisríki sem nær nú yfir eyjuna [[TævanTaívan (eyja)|Taívan]], [[Pescadoreseyjar]], [[Kinmeneyjar]] og [[Matsueyjar]] undan strönd meginlands [[Kína]]. Nafnið '''Taívan''' er oft notað til að vísa til þessa ríkis en „Kína“ til að vísa til [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] á meginlandinu.
 
Taívan var áður þekkt sem „Formósa“. Íbúar voru aðallega [[taívanskir frumbyggjar]] þegar [[Holland|hollenskir]] og [[Spánn|spænskir]] kaupmenn komu sér þar fyrir á [[17. öldin|17. öld]]. Kínverski sjóræninginn [[Koxinga]] hrakti Hollendinga þaðan árið [[1662]] og stofnaði konungsríkið [[Tungning]]. [[Tjingveldið]] lagði eyjuna síðan undir sig árið [[1683]]. Kína lét [[Japan|Japönum]] eyjuna eftir árið [[1895]]. Lýðveldið Kína var stofnað á meginlandi Kína árið [[1912]] þegar síðasti [[Keisari Kína|keisarinn]] sagði af sér. Eftir lok [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]] fengu Kínverjar aftur yfirráð yfir eyjunni. Þegar [[kínverski kommúnistaflokkurinn]] náði völdum á meginlandi Kína árið [[1949]] fluttist [[Kuomintang|stjórn þjóðernissinna]] undir forystu [[Chiang Kai-shek]] hershöfðingja til Tævan. Stjórnin gerir tilkall til alls [[Kína]] og lengi vel var hún eina alþjóðlega viðurkennda stjórn landsins.