„Vínarfundurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.72.150 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Lína 16:
== Fundurinn ==
Hugsjónir frönsku byltingarinnar höfðu borist víða um Evrópu með herjum Frakklands og í anda þeirra vildu margir að nú yrði komið á stjórnarumbótum, myndaðar þingbundnar konungsstjórnir eða jafnvel stofnuð lýðveldi. Því fór þó fjarri að allsráðendur á Vínarfundinum hefðu eitthvað slíkt í huga. Þeir höfðu að leiðarljósi hugtökin lögmæti og stöðugleiki. Með lögmæti áttu þeir við, að ríkin yrðu aftur fengin í hendur fyrri þjóðhöfðingjum eða réttmætum erfingjum þeirra. Með stöðugleika var átt við, að valdajafnvægi skyldi ríkja í álfunni, með sérstakri áherslu á að halda aftur af Frökkum. Þótt Vínarfundurinn kæmi ekki formlega saman, hittust menn tíðum, bæði í hinum ýmsu nefndum og auðvitað í veislum og á dansleikjum. Þar reyndu þeir að tryggja sér stuðning hvers annars við tilkall til umdeildra landsvæða, selja stuðning sinn fyrir stuðning við sig. Ótal sambönd og bandalög voru mynduð, sem síðan gátu hæglega riðlast á næsta dansleik.
=== Pólland og SlóveníaSaxland ===
[[Mynd:Map congress of vienna-isl.jpg|thumb|right|Kort af Evrópu eftir Vínarfundinn, 1815]]
Framtíð Póllands og [[Saxland]]s var miðpunktur umræðuefna fundarinns frá [[október]] [[1814]] til [[janúar]]s [[1815]]. [[Alexander 1. Rússakeisari|Alexander I]] keisari var staðráðinn að innlima Pólland inn í [[Rússaveldi]]. Keisarinn bauð Prússlandi Saxland í skaðabætur fyrir tap á pólsku svæði. Austurríkismenn óttuðust að ef Pólland færi til Rússa þá yrðu vesturlandamæri Rússlands yrðu komin mun nær [[Vínarborg]] og myndu sameiginleg landamæri Austurríkis og Prússlands meira en tvöfaldast að lengd. Bretar mótmæltu einnig tilkall Rússlands til Póllands. Undir árslok [[1814]] voru ófriðarblikur farnar að sjást á lofti og margir óttuðust að deilurnar um Pólland og Saxland myndu enda með styrjöld. Það varð ekki til að slá á þann ótta þegar prússneski kanslarinn Hardenberg lýsti því yfir á gamlársdag, að ef Prússum yrði neitað um Saxland myndi það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Bretar og Austurríkismenn sáu þann kost vænstan að stofna til leynilegs bandalags með Frökkum um að standa saman ef til ófriðar kæmi. Samningar tókust þó um að Rússar fengju megnið af Póllandi, en Austurríki og Prússland fengu þar einnig landsvæði. Var hinn rússneski hluti Póllands síðan gerður að sérstöku konungsríki undir stjórn Alexanders I. Borgin [[Kraká]] varð frjáls borg undir vernd Rússa, Prússa og Austurríkismanna. Eftir að þessir samningar voru í höfn höfðu Rússar lítinn áhuga á að styðja Prússa í deilunni um Saxland. Varð það úr að Friðrik Vilhjálmur sættist á að fá um helming þess lands.