„Noregur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Saga: Leiðrétti villu
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
→‎Saga: Leirétti villu
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 48:
‍‍‍Fólk hefur búið í Noregi í yfir 12.000 ár. Fólkið fluttist frá [[Þýskaland]]i í suðri eða úr norðaustri, þ.e. frá [[Finnland|Norður-Finnland]]i og [[Rússland]]i. Milli 5000 og 4000 fyrir Krist var landbúnaður fyrst hafinn í Oslóarfirði. Heimildir eru fyrir verslun við [[rómverjar|Rómverja]].
 
Á [[8. öld|8.]] - [[11. öld]] fóru margir norskir [[víkingar]] til [[Ísland]]s, [[Færeyjar|Færeyja]] og [[Grænland]]s og til [[Bretlandseyjar|Bretlandseyja]]. Þeir sem fóru til Íslands gerðu það meðal annars til að flýja ofríki [[Haraldur hárfagri|Haralds hárfagra]] sem reyndi að leggja undir sig allan Noreg. Aðrir fóru vegna skorts á góðu landbúnaðarlandi í Vestur-Noregi og leituðu nýrra landsvæða. Ný siglingatækni, eins og [[langskip|langskipin,]] áttiáttu sinnsína átt í útrásinni. Kristni breiddist út á 11. öld. Átök urðu í landinu vegna tilkomu kristninnar og [[Stiklastaðaorrusta]] var einn af atburðunum sem mörkuðu þau. Að lokum kristnaðist Noregur og varð [[Niðarós]] biskupsstóll landsins.
 
Árið 1349 gekk [[Svarti dauði]] og aðrar plágur yfir Noreg og urðu til þess að fólki fækkaði um helming. Á 14. öld varð [[Björgvin]] helsta verslunarhöfn Noregs en henni stjórnuðu [[Hansasambandið|Hansakaupmenn]]. Árið 1397 gekk Noregur í ríkjasamband með [[Svíþjóð]] og [[Danmörk]]u í [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]]. Svíþjóð gekk úr sambandinu árið 1523 og úr varð ríkjasamband Danmerkur og Noregs.