„Giorgio Napolitano“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 26:
Árið 2005 var Napolitano útnefndur öldungadeildarþingmaður til lífstíðar af forsetanum [[Carlo Azeglio Ciampi]]. Næsta ár var hann kjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu. Á fyrra kjörtímabili sínu staðfesti Napolitano bæði miðvinstristjórn Prodi og miðhægristjórn [[Silvio Berlusconi]]. Í nóvember árið 2011 sagði Berlusconi af sér sem forsætisráðherra vegna fjármálavandræða. Napolitano bað í kjölfarið [[Mario Monti]] að mynda nýja ríkisstjórn sem gagnrýnendur kölluðu „forsetastjórnina“.<ref>[http://www.repubblica.it/politica/2011/11/14/news/editoriale_mauro-24969049/ Il governo del presidente]</ref>
 
Þegar sjö ára kjörtímabili hans lauk í apríl árið 2013 féllst Napolitano (sem þá var 87 ára) með semingi á að bjóða sig fram á ný til þess að standa vörð um ríkisstofnanir Ítalíu eftir pattstöðu sem kom upp á ítalska þinginu í kjölfar þingkosninga ársins 2013. Sem forseti leysti Napolitano úr stjórnarkreppunni með því að bjóða [[Enrico Letta]] að stofna til þjóðstjórnar. Eftir átta og hálft ár í embætti sagði Napolitano af sér, þá 89 ára gamall, í janúar árið 2015.<ref name=bbcresig>{{cite web|publisher=BBC|title=Italian President Napolitano announces retirement|date=14. janúar2015janúar 2015|accessdate=6. ágúst 2018|url=https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-30810461}}</ref>
 
Gagnrýnendur Napolitanos sökuðu hann oft um að hafa breytt táknrænu forsetaembætti Ítalíu í pólitískt embætti vegna þess hve oft hann valdi í reynd ríkisstjórnir og embættismenn þegar mjótt var á munum eftir kosningar.<ref>[http://www.corriere.it/politica/14_febbraio_15/grillo-napolitano-monarca-medievale-42db2288-963e-11e3-9817-5b9e59440d59.shtml Grillo: «Napolitano monarca medievale». Montecitorio: ecco le «controconsultazioni»]</ref><ref>[http://formiche.net/2013/09/11/napolitano-il-monarca-indispensabile/ Napolitano, il monarca indispensabile]</ref> Eins og stendur er Napolitano eini lifandi fyrrum forseti Ítalíu.