„Normandí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
== Saga ==
Áður var Normandí sjálfstætt [[hertogadæmið Normandí|hertogadæmi]] sem náði yfir ósa [[Signa (á)|Signu]] frá [[Pays de Caux]] að [[Cotentin]]-skaganum. [[Ermarsundseyjar]] voru hluti af hertogadæminu og fylgdu titlinum (sem [[Bretadrottning]] ber nú sem hertoginn af Normandí) þótt normannska meginlandið væri innlimað í Frakkland. Lénið var upphaflega sett á stofn af [[Karl einfaldi|Karli einfalda]] sem lausnargjald handa [[víkingar|víkingnum]] [[Göngu-Hrólfur|Göngu-Hrólfi]] og mönnum hans sem herjuðu á Franka árið [[911]]. Nafnið Normandí er dregið af því að þar settist að norrænt fólk.
[[Mynd:Tapestry by unknown weaver - The Bayeux Tapestry (detail) - WGA24163.jpg|thumb|Bayeux-refillinn, gerður í lok 10. aldar og segir frá því þegar Normannar lögðu undir sig England árið 1066.]]
[[Vilhjálmur sigursæli]], lagði [[England]] undir sig árið [[1066]] í [[orrustan við Hastings|orrustunni við Hastings]] og gerðist þar konungur. Áhrif Normanna á England urðu mikil. Þeir reistu kirkjur og kastala (sá frægasti er án efa Lundúnaturn) og tungumál þeirra blandaðist við tungumál heimamanna. Englendingar tóku upp normönnsk mannanöfn eins og Williame sem varð að William. Á svipuðum tíma lögðu Normannar undir sig Suður-Ítalíu og önnur landsvæði.