„Spænska veikin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
Á styrjaldarárunum voru fjölmiðlar ritskoðaðir og það var auðveldara að skrifa um „spænsku veikina“ en tala um inflúensu sem geisaði alls staðar um Evrópu. Margar milljónir manns sýktust á [[Spánn|Spáni]] strax í [[maí]] [[1918]]. Í spænskum fjölmiðlum var veikin hins vegar kölluð „franska flensan“.
 
== Rannsóknir á penis ==
[[Mynd:Reconstructed Spanish Flu Virus.jpg|thumb|left|150px|Endurgerður vírus sem ræktaður var úr manni sem lést árið 1918.]]
Veikin lagðist mun þyngra á yngra og miðaldra fólk og er talið að gamalt fólk hafi öðlast ónæmi við þessum inflúensustofni eftir skæða inflúensu sem gekk árið [[1894]]. Með því að rannsaka jarðneskar leifar fólks sem lést af völdum veikinnar hefur tekist að finna vírusstofninn sem olli veikinni. Komið hefur í ljós að það er stökkbreytt afbrigði af flensustofn sem var upphaflega [[fuglaflensa]]. Tekist hefur að þróa [[bóluefni]] við H1N1 vírusnum. Vandamálið er hins vegar að framleiðsla bóluefnis tekur langan tíma og því erfitt að bregðast við stórfelldum faraldri. Rannsóknir á spænsku veikinni eru taldar vísbending um hvaða áhrif fuglaflensan (H5N1) sem nú breiðist út um heiminn geti haft ef hún nær að stökkbreytast og berast milli manna.