„Bláa lónið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 217.171.220.251 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 46.22.109.118
Öllu
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 9:
Blue Lagoon psoriasis meðferðin hefur hlotið viðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda en fyrirtækið hefur boðið upp á meðferðir gegn sjúkdómnum frá árinu 1993. Meðferðin byggir fyrst og fremst á böðun í jarðsjónum en hann er eins og áður sagði þekktur fyrir lækningamátt sinn. Bláa Lónið ræktar blágræna þörunga sem einangraðir hafa verið úr jarðsjó Bláa Lónsins. Þetta eru sjaldgæfir þörungar sem einungis hafa fundist í jarðsjó Bláa lónsins. Þörungarnir og virk efni úr þeim eru notaðir í húðvörur Bláa Lónsins - vörumerki húðvaranna er Blue Lagoon Iceland. Rannsóknir hafa leitt í ljós áhugaverða lífvirkni þörunganna á húðina, einkum gegn öldrun hennar, auk þess að vera framleiðendur að ýmsum áhugaverðum lífvirkum efnum svo sem omega3 fitusýrum, fjölsykrum, náttúrulega litarefninu phycocyanin.
 
Vistkerfi Bláa Lónsins er eitt sinnar tegundar í heiminum. Kaldur sjór og grunnvatn kemst í snertingu við heitt innskotsberg á miklu dýpi þar sem Ameríku og Evrópu-Asíu flekarnir tengjast. Vökvinn snögghitnar og stígur upp á yfirborð jarðar. Hitaveita Suðurnesja borar eftir slíkum holum og jarðhitavökvinn er nýttur til að veita 17.000 íbúum heitt vatn og 45.000 manns rafmagn.<ref>Sagan http://www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Sagan/</ref>