„Lissabon-sáttmálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 12:
 
==Saga sáttmálans==
Byrjað var að semja um umbætur á stjórnkerfi Evrópusambandsins árið 2001 og í því skyni var saminngerður [[samningur um stjórnarskrá fyrir Evrópu]], sem hefði fellt niður eldri samninga um Evrópusambandið og í þeirra stað sett [[stjórnarskrá]]. Meirihluti aðildarríkjanna staðfesti þennan samning en honum var að endingu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi með 54.67% atkvæða á móti honum þann 29. maí 2005<ref>{{cite web|url=http://www.interieur.gouv.fr/sections/a_votre_service/resultats-elections/rf2005/000/000.html|title=29 May 2005 European Constitution referendum : results in France|work=Minister of the Interior|accessdate=15 November 2010|language=fr}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.frontnational.com/videos/marine-le-pen-lesprit-du-29-mai/|title=Marine Le Pen : "L'esprit du 29 mai"|work=Front National|date=28. maí 2010|accessdate=4. september 2018|language=fr}}</ref> og síðan aftur af 61.54% kjósenda í atkvæðagreiðslu í Hollandi þann 1. júní sama ár.<ref>{{cite web|url=http://www.verkiezingsuitslagen.nl/Na1918/Verkiezingsuitslagen.aspx?VerkiezingsTypeId=6|title=Verkiezingsuitslagen Referendum 2005—Nederland|work=Kiesraad|accessdate=4. september 2018|language=nl}}</ref>
 
Eftir langa umhugsun féllust aðildarríkin á að viðhalda eldri sáttmálunum en koma á breytingum á þeim. Þannig komust margar breytingarnar sem kveðið hafði verið á í stjórnarskránni í gegn. Upphaflega var áætlað að sáttmálinn tæki gildi fyrir lok ársins 2008 en þessu markmiði var ekki náð þar sem Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní þetta ár. Írar samþykktu síðar sáttmálann í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2009 eftir að írska stjórnin hafði fengið nokkrum breytingum framgegnt.