„Lissabon-sáttmálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 7:
Með sáttmálanum var [[Evrópuþingið|Evrópuþinginu]] veitt aukin völd. Evrópuþingið varð að öðrum handhafa löggjafarvaldsins ásamt [[Ráðherraráð Evrópusambandsins|evrópska ráðherraráðinu]].<ref name=evropuvefur>„[https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60200 Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?]“, [[Evrópuvefurinn]], 5. júlí 2011, skoðað 4. september 2018.</ref> Jafnframt voru ýmsar breytingar gerðar á þingmannafjölda og hlutföllum þingmanna á Evrópuþinginu.<ref name=evropuvefur/>
 
Með Lissabon-sáttmálanum varð forseti evrópska ráðsins að föstu embætti sem meðlimir ráðsins kjósa ítil tveggja og hálfs árs kjörtímabil. Forseti evrópska ráðsins hafði áður verið leiðtogi þess ríkis sem fór með forsæti í ráðherraráðinu en eftir gildistöku sáttmálans varð [[Herman Van Rompuy]] hinn fyrsti fastkjörni forseti evrópska ráðsins. Með sáttmálanum varð [[Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi]] lögfestur sem skilyrði fyrir aðild að sambandinu. Lissabon-sáttmálinn lögfesti einnig ferli um útgöngu úr Evrópusambandinu. Bretar nýttu sér þennan lið Lissabon-sáttmálans þegar [[Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Bretlands að ESB 2016|þeir kusu]] að [[Útganga Breta úr Evrópusambandinu|yfirgefa Evrópusambandið]] árið 2016.
 
Yfirlýst markmið með sáttmálanum var meðal annars að „þróa enn frekar þann samruna sem hófst í Evrópu með stofnun Evrópubandalaganna“ og „staðfesta mikilvægi meginreglnanna um frelsi, lýðræði, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi og réttarríkið“.<ref>Úr inngangsorðum Lissabon-sáttmálans.</ref> Andstæðingar Lissabon-sáttmálans, þar á meðal danski fyrrum Evrópuþingmaðurinn [[Jens-Peter Bonde]], héldu því fram að Lissabon-sáttmálinn myndi auka [[miðstýring]]u Evrópusambandsins<ref>{{cite book |publisher=Stationery Office |place=London |title=The Treaty of Lisbon: an impact assessment |year=2008 |page=335 (S18 Q47) |quote=In the event, however, the Constitution and its successor, the Reform Treaty, pursued the centralizing course that had caused the democratic deficit in the first place. Additional competences are transferred to the EU... |author=European Union Committee of the [[House of Lords]]}}</ref> og veikja lýðræði með því að færa valdið burt frá kjörnum fulltrúum aðildarþjóðanna.<ref>{{cite book |title=From EU Constitution to Lisbon Treaty |author=Jens-Peter Bonde |publisher=Foundation for EU Democracy and the EU Democrats |url=http://www.tuks.nl/docs/From_EU_Constitution_to_Lisbon_Treaty_april_2008.pdf |page=41 |quote=We can still have elections, but we cannot use our vote to change legislation in the many areas where the Union is given power to decide. It is a very, very long process to change an EU law under the Lisbon Treaty. The power to do this does not lie with the normal majority of voters. It also demands a great effort in a lot of countries to change a law.}}</ref> Stuðningsmenn sáttmálans telja hins vegar að sáttmálinn veiti stjórnkerfi sambandsins aukið aðhald og styrki hlutverk hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings.