„Monica Lewinsky“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Linkaði watergate
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Linkaði irangate
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
[[Mynd:Monica lewinsky.jpg|thumb|Monica Lewinsky]]
'''Monica Lewinsky''' (fædd [[23. júlí]] [[1973]] í [[San Francisco]], [[Kalifornía|Kaliforníu]]) var lærlingur í [[Hvíta húsið (Washington D.C.)|Hvíta húsinu]] og [[Pentagon]]. Hún öðlaðist heimsfrægð þegar upp komst um samband hennar og [[Bill Clinton|Bill Clinton]], sem þá var forseti [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Samband hennar og forsetans komst í sviðsljósið [[1998]] þegar vinkona Monicu lét [[Kenneth Starr]], saksóknara, fá hljóðupptöku af símtölum þeirra. Fyrir utan fjölmiðlaathyglina leiddi málið til þess að Bill Clinton var ákærður fyrir að hafa logið til um samband sitt við hana. Hann hafði fyrst skýrt frá því í sjónvarpsviðtali að hann hafi ekki átt í sambandi við Monicu með orðunum ''"I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky"'' en varð seinna að draga það til baka og baðst hann afsökunar í sjónvarpi. Stundum er talað um málið sem ''Monicagate'' eða ''Zippergate'' með vísan til hneykslismálana [[Watergate-hneykslið|Watergate]] og [[Íran-Kontrahneykslið|Irangate]].
 
Seinna gerðist Monica Lewinsky kaupsýslukona og stundar hún í dag viðskipti á netinu. Hún er sálfræðingur að mennt og [[2005]] hóf hún nám í [[réttarsálfræði]] við [[London School of Economics]].