„Margit Sandemo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Hún er dauð
Lína 1:
[[Mynd:Margit Sandemo.jpg|thumb|Margit Sandemo]]
'''Margit Sandemo''' (fædd [[23. apríl]] [[1924]] - 1.september 2018) fæddist í [[Valdres]] í [[Noregur|Noregi]]) og er norsk-sænskur [[rithöfundur]]. Hún er einna þekktust fyrir bækur sínar um ''[[Ísfólkið]]'', sem eru allt í allt 47 útgefin bindi. Hún hefur einnig skrifað marga aðra bókaflokka eins og ''[[Galdrameistarinn|Galdrameistarann]]'' og ''[[Ríki ljóssins]].'' Helsta sérkenni Margit Sandemo sem rithöfundar er ríkt ímyndunarfl, rómantík, spenna og yfirnáttúrulegir atburðir. Söguþræðir bóka hennar eru oft og tíðum flóknir og þræða sig á milli bóka.
 
Í aðalhlutveki eru sérstakir töfragripir, gömul letur og tákn sem aðalpersónurnar reyna að ráða fram úr til að leysa úr ráðgátunni í tíma, meðan þær berjast við ill öfl. Atburðirnir í skáldsögum hennar gerast að mestu leyti í Evrópu á fyrri tímum og í byrjun nútímans, sérstaklega í [[Noregur|Noregi]] og [[Ísland]]i. Stundum lenda aðalpersónurnar í ævintýrum í fjarlægari löndum eins og á Spáni og Austurríki. Miðalda kastalar, skógur sem er undir álögum og friðsæll herragarður eru meðal sögusviðs bóka hennar.