„Joseph Wirth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 40:
Sem kanslari féllst Wirth á að greiða stríðsskaðabæturnar háu sem bandamenn kröfðust en hann vonaðist til þess að með því að fara eftir skilmálum bandamanna myndu þeir fljótt komast í skilning um að skaðabótaupphæðin væri óraunhæf og myndu þannig kalla Þjóðverja aftur að samningaborðinu.<ref name=DHM2>{{cite web|url=http://www.dhm.de/lemo/html/weimar/aussenpolitik/london/index.html |title=Das Londoner Ultimatum (á þýsku) |publisher=Deutsches Historisches Museum |accessdate=31. ágúst 2018 |deadurl=yes |archiveurl=https://web.archive.org/web/20140223100328/http://www.dhm.de/lemo/html/weimar/aussenpolitik/london/index.html |archivedate=12. febrúar 2014}}</ref> Þessi stefna Wirth var mjög óvinsæl meðal öfgahægrimanna í Þýskalandi, sem kölluðu á eftir því að Wirth yrði ráðinn af dögum.
 
Í október árið 1921 tilkynnti Þjóðabandalagið að Efri-[[Slésía|Slésíu]] yrði skipt milli Þýskalands og [[Pólland]]s þrátt fyrir að meirihluti íbúanna hefðu kosið í atkvæðagreiðslu að vera áfram hluti af Þýskalandi. Þjóðverjar brugðust reiðir við og Wirth á að hafa sagt í bræði sinni að réttast væri að leggja Pólland í eyði.<ref>''The Burden of German history, 1919-45: essays for the Goethe Institute'', Michael Laffan Methuen, 1988, bls. 89.</ref> Wirth hugðist segja af sér til að mótmæla skiptingu Efri-Slésíu en [[Friedrich Ebert]] forseti taldi hann á að mynda nýja ríkisstjórn og vera áfram kanslari.
 
Í apríl árið 1922 skrifuðu Wirth og [[Walther Rathenau]] utanríkisráðherra undir [[Rapallo-sáttmálinn|Rapallo-sáttmálann]] við Sovétríkin þar sem Þjóðverjar afsöluðu sér formlega öllu tilkalli til landsvæðis sem Rússar höfðu eftirlátið þeim í [[Brest-Litovsk-samningurinn|Brest-Litovsk-samningnum]] árið 1917. Sáttmálinn batt enda á einangrun Þjóðverja á alþjóðasviðinu. Stuttu eftir að sáttmálinn var undirritaður var Rathenau myrtur af hægriöfgamönnum. Wirth hélt í kjölfarið fræga ræðu á þýska ríkisþinginu þar sem hann varaði við öfgavæðingu þýskra stjórnmála og lauk máli sínu með því að segja: „Óvinurinn er til hægri!“<ref>Joseph Wirth, ''Reichstagsrede aus Anlass der Ermordung Rathenaus,'' June 25, 1922, in ''Politische Reden II: 1914-45'', ed. Peter Wende (Frankfurt a.M.: Deutscher Klassiker, 1994), pp. 330-341.</ref><ref>Ulrich Schlie: ''Altreichskanzler Joseph Wirth im Luzerner Exil (1939–1948)''. In: ''Exilforschung 15'', 1997, S.180–199.</ref>