„Joseph Wirth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
Eftir afsögn [[Gustav Bauer|Gustavs Bauer]] kanslara í kjölfar [[Kappuppreisnin|Kappuppreisnarinnar]] árið 1920 varð Wirth fjármálaráðherra í ríkisstjórnum [[Hermann Müller|Hermanns Müller]] og [[Constantin Fehrenbach|Constantins Fehrenbach]]. Fehrenbach sagði af sér í maí árið 1921 vegna ágreinings um stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjar áttu að greiða bandamönnum og Wirth tók við kanslaraembættinu.
 
Sem kanslari féllst Wirth á að greiða stríðsskaðabæturnar háu sem bandamenn kröfðust en hann vonaðist til þess að með því að fara eftir skilmálum bandamanna myndu þeir fljótt komast í skilning um að skaðabótaupphæðin væri óraunhæf og myndu þannig kalla Þjóðverja aftur að samningaborðinu.<ref name=DHM2>{{cite web|url=http://www.dhm.de/lemo/html/weimar/aussenpolitik/london/index.html |title=Das Londoner Ultimatum (Germaná þýsku) |publisher=Deutsches Historisches Museum |accessdate=31. ágúst 2018 |deadurl=yes |archiveurl=https://web.archive.org/web/20140223100328/http://www.dhm.de/lemo/html/weimar/aussenpolitik/london/index.html |archivedate=12. febrúar 2014}}</ref> Þessi stefna Wirth var mjög óvinsæl meðal öfgahægrimanna í Þýskalandi, sem kölluðu á eftir því að Wirth yrði ráðinn af dögum.
 
Í október árið 1921 tilkynnti Þjóðabandalagið að Efri-[[Slésía|Slésíu]] yrði skipt milli Þýskalands og [[Pólland]]s þrátt fyrir að meirihluti íbúanna hefðu kosið í atkvæðagreiðslu að vera áfram hluti af Þýskalandi. Þjóðverjar brugðust reiðir við og Wirth á að hafa sagt að réttast væri að leggja Pólland í eyði.<ref>''The Burden of German history, 1919-45: essays for the Goethe Institute'', Michael Laffan Methuen, 1988, bls. 89.</ref> Wirth hugðist segja af sér til að mótmæla skiptingu Efri-Slésíu en [[Friedrich Ebert]] forseti taldi hann á að mynda nýja ríkisstjórn og vera áfram kanslari.