Munur á milli breytinga „Skáldalækur“

ekkert breytingarágrip
'''Skáldalækur''' er bær í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. Hann er austan [[Svarfaðardalsá]]r ekki langt frá [[Dalvík]]. Næstu bæir eru [[Hamar í Svarfaðardal|Hamar]] og [[Sakka]]. Bærinn er ekki nefndur í fornum sögum en sést fyrst í heimildum í kaupbréfi frá 1414. [[Gottskálk grimmi|Gottskálk biskup grimmi]] átti hálfa jörðina á sinni tíð. [[Ari Jónsson lögmaður]] átti nokkrar jarðir í Svarfaðardal, m.a. Skáldalæk. Þær voru allar dæmdar undir konung eftir að hann var myrtur í [[Skálholti]] árið 1550.
 
Í manntali 1703 voru ábúendur fimm: Páll Skeggjason (54), Anna Erlendsdóttir (65), Vigdís dóttir þeirra (20), vinnumaðurinn Jón Jónsson (37) og Björg Þorsteinsdóttir (30).
 
Rithöfundurinn [[Snjólaug Bragadóttir]] frá Skáldalæk kennir sig við þennan bæ. Hún fæddist þar 1. janúar 1945. Faðir hennar, Bragi Guðjónsson, fæddist þar einnig. Hann var síðar klæðskerameistari á Akureyri.
486

breytingar