„Amtsbókasafnið á Akureyri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eantonsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
Samþykkt var að hefja undirbúning að byggingu safnahúss sem átti að bera nafnið Matthíasarbókhlaða. Auk þess sem húsið átti að vera bókhlaða bæjarins var gert ráð fyrir að í framtíðinni yrði þar náttúrusafn og listasafn.
 
Efnt var til samkeppni um teikningu að húsinu og hlutu tveir ungir arkitektar 1. verðlaun, þeir [[Bárður Ísleifsson]] og Gunnlaugur Halldórsson. Ákveðið var að húsið skyldi standa við Brekkugötu en einnig kom til greina að fá lóð á milli Hafnarstrætis og Bjarmastígs skammt frá ráðhústorginu.
 
Þegar hófst fjársöfnun fyrir byggingunni. Húsið átti að kosta 110 þúsund krónur en þar sem 10 til 15 þúsund krónur vantaði upp á þótti ekki ráðlegt að taka lán og ráðast strax í framkvæmdirnar. Þess í stað var fjárfest í húsi við Hafnarstræti 81 þar sem bókasafnið var í 20 ár, uppi á 2. hæð. Það hús stendur við [[Sigurhæðir]] [[Matthías_Jochumsson|Matthíasar Jochumssonar]].