„Húgó Kapet“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
Það kom sér vel fyrir Húgó að hann var tiltölulega veikburða miðað við marga aðra aðalsmenn og því fannst frankneskum aðalsmönnum þeim ekki ógnað af krýningu hans. Þótt konungnum væri um megn að undiroka óhlýðna lénsmenn sína breyttist hugmyndin um konungsembættið verulega á valdatíð hans. Húgó gerði bandalag við kirkjuna og umkringdi sig af helstu biskupum ríkisins. Auk þess tengdist hann aðlinum og gerði bandalag við voldugustu lénsmenn ríkisins, hertogann af Normandí og greifann af Anjou, til þess að styrkja stöðu sína. Heimildir um líf fyrsta Kapetingsins eru aðallega úr sagnaritum munksins [[Richer af Reims|Richers af Reims]].
 
[[Vestur-Frankaland]] var varanlega klofið úr [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]] og Húgó, líkt og eftirmenn hans, einbeitti sér að því að festa valdaætt sína í sessi. Hann hófst snemma handa við að leggja grunninn fyrir valdatöku sonar síns, [[Róbert 2. Frakkakonungur|Róberts]], og lét krýna hann meðkonung á jóladag árið 987.<ref>[[Colette Beaune]], « roi », ''Dictionnaire du Moyen Âge'', Paris, [[Presses universitaires de France]], 2002, bls. 1232.</ref> Það er til merkis um hve vel Húgó tókst þetta upp að Róbert settist átakalaust á valdastól eftir að Húgó dó árið 996. Ætt Kapetinga og ættkvíslir hennar áttu eftir að ríkja yfir Frakklandi fram að [[Franska byltingin|frönsku byltingunni]] og aftur frá 1814 til 1848. Auk þess áttu ættkvíslir hennar eftir að ríkja yfir [[Spáni]], [[Ítalía|Ítalíu]], [[Lúxemborg]], [[Ungverjaland]]i, [[Portúgal]] og [[Brasilía|Brasilíu]].<ref>Michel Parisse, « Qu'est-ce que la France de l'an Mil ? », La France de l'an Mil, Paris, Seuil,‎ 1990, p. 29-48, bls. 29-30.</ref>.
 
==Tilvísanir==