„Loðvík Filippus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 24:
Loðvík Filippus hafði á ævi sinni borið ýmsa titla: Hann var hertogi af Valois (1773-1785), hertogi af Chartres (1785-1793) og loks hertogi af Orléans (1793-1830) áður en hann varð konungur árið 1830 þegar frænda hans, [[Karl 10. Frakkakonungur|Karli 10.]], var steypt af stóli í [[Júlíbyltingin|júlíbyltingunni]].
 
Á átján ára valdatíð Loðvíks Filippusar áttu sér stað miklar samfélags-, efnahags- og stjórnmálaumbreytingar í Frakklandi. Loðvík Filippus reyndi að friðþægja sundurleita þjóð sína með ýmsum ráðum: Á valdatíð hans var komið á [[þingræði]] og miðstéttinni var hleypt inn í framleiðslu- og fjárfestingaiðnaðinn, sem jók hagvöxt í Frakklandi og ýtti undir [[Iðnbyltingin|iðnbyltinguna]] þar í landi. Hann hvatti auk þess til vinsamlegra sambands við Breta og til útþenslu [[Franska nýlenduveldið|nýlenduveldis Frakka]], þ. á m. til [[Alsír]]. Þó entist júlíríkið ekki lengur en fram til ársins 1848, en þar er m.a. um að kenna verndandiversnandi hag verkamannastéttarinnar og skilningsleysi valdastéttanna gagnvart óskum fransks almennings. Loðvík Filippus neyddist til að segja af sér árið 1848 í kjölfar [[Franska byltingin (1848)|nýrrar byltingar]] og flutti í útlegð til Bretlands, þar sem hann dó tveimur árum síðar.
 
==Heimild==