„Kíribatí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 47:
 
Í [[gilbertíska|gilbertísku]] er heitið borið fram ''[[Kiribas]]''.
 
==Stjórnmál==
[[Mynd:KiribatiParliamentHouse.jpg|thumb|right|Þinghúsið á Kíribatí.]]
Stjórnarskrá Kíribatí tók gildi 12. júlí 1979. Framkvæmdavaldið er í höndum forseta Kíribatí, varaforseta og ríkisstjórn. Forsetinn er kjörinn af þinginu og getur aðeins setið í þrjú kjörtímabil. Hann er áfram þingmaður samhliða því að hann gegnir forsetaembættinu. Í ríkisstjórn sitja forseti, varaforseti og 10 ráðherrar sem forsetinn skipar og sem einnig eiga sæti á þinginu.
 
Þingið fer með löggjafarvaldið. Það situr í einni deild. Þingmenn eru kjörnir til fjögurra ára í senn. Þar af verður að vera einn fulltrúi Banaba samkvæmt stjórnarskránni. Ríkissaksóknari situr einnig þingfundi ''ex officio''.
 
Dómsvaldið er sjálfstætt frá framkvæmdavaldinu eins og á öðrum fyrrum yfirráðasvæðum Breta. Æðstu dómstólar eru hæstiréttur og áfrýjunarréttur. Forsetinn skipar dómara.
 
Sveitarstjórnarvaldið er í höndum ráða með kjörnum fulltrúum. Eyjaráðin afgreiða mál á svipaðan hátt og bæjarráð í nýlendum Breta í Ameríku. Eyjaráðin gera eigin fjárhagsáætlanir og eru almennt laus við afskipti ríkisstjórnarinnar. Allar byggðu eyjarnar 21 hafa sitt eigið ráð. Eftir að landið fékk sjálfstæði skiptist það ekki lengur í umdæmi.
 
Á Kíribatí eru stjórnmálaflokkar en skipulag þeirra er mjög óformlegt. Þingmenn mynda tímabundna hópa um tiltekin málefni. Íbúar fá kosningarétt við 18 ára aldur.
 
===Stjórnsýslueiningar===
Í Kíribatí er 21 eyja í byggð. Þær skiptast landfræðilega í þrjá eyjaklasa, [[Gilbertseyjar]], [[Línueyjar]] og [[Fönixeyjar]]. Þessi skipting er þó ekki stjórnsýsluleg skipting. Fyrir sjálfstæði voru skilgreind átta stjórnsýsluumdæmi á eyjunum: [[Banaba]], [[Tarawa]], [[Norður-Gilbertseyjar]], [[Mið-Gilbertseyjar]], [[Suður-Gilbertseyjar]] og [[Línueyjar]]. Eftir sjálfstæði eru einu stjórnsýslueiningarnar eyjaráð á hverri byggðri eyju. Tvær af eyjunum eru með fleiri en eitt ráð; Tarawa er með þrjú og Tabiteuea tvö. Ráðin eru því 24 alls:
 
{{col-begin|width=auto}}
{{col-2}}
'''Banaba'''
#[[Banaba]]
 
'''Tarawa'''
#[[Betio]] ([[Tarawa]])
#[[Suður-Tarawa]] ([[Tarawa]])
#[[Norður-Tarawa]] ([[Tarawa]])
 
'''Norður-Gilbertseyjar'''
#[[Makin (eyjar)|Makin]]
#[[Butaritari]]
#[[Marakei]]
#[[Abaiang]]
 
'''Mið-Gilbertseyjar'''
#[[Maiana]]
#[[Abemama]]
#[[Kuria (eyjar)|Kuria]]
#[[Aranuka]]
{{col-2}}
'''Suður-Gilbertseyjar'''
#[[Nonouti]]
#[[Norður-Tabiteuea]] ([[Tabiteuea]])
#[[Suður-Tabiteuea]] ([[Tabiteuea]])
#[[Beru-eyja|Beru]]
#[[Nikunau]]
#[[Onotoa]]
#[[Tamana (Gilbertseyjum)|Tamana]]
#[[Arorae]]
 
'''Fönixeyjar'''
#[[Kanton-eyja|Kanton]]
 
'''Línueyjar'''
#[[Kiritimati]]
#[[Tabuaeran]]
#[[Teraina]]
{{col-end}}
 
 
{{Stubbur|landafræði}}