„George Canning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eton er ekki háskóli
Merki: 2017 source edit
mEkkert breytingarágrip
Lína 35:
Canning gerðist síðan sendiherra til Portúgal í ríkisstjórn [[Robert Jenkinson, jarl af Liverpool|Liverpool lávarðar]] (1814–16), forseti stjórnarráðsins (1816–21), og utanríkisráðherra og leiðtogi neðri þingdeildarinnar (1822–27). Konungnum var í nöp við Canning og gerði sitt besta til að spilla fyrir utanríkisstefnu hans. Canning tókst hins vegar að byggja upp almennan stuðning við stefnumál sín. Sagnfræðingurinn Paul Hayes telur að Canning hafi unnið þrekvirki í samskiptum Bretlands við Spán og Portúgal með því að stuðla að sjálfstæði amerískra nýlenda þeirra. Stefnumál hans bættu verslunarstöðu breskra kaupmanna og studdu við bandarísku [[Monroe-kenningin|Monroe-kenninguna]].
 
Canning var svarinn andstæðingur [[Evrópska hljómkviðan|evrópsku hljómkviðunnar]], kerfis sem íhaldsöfl álfunnar settu á fót eftir [[Vínarfundurinn|Vínarfundinn]] árið 1815. Hayes segir að í utanríkis málumutanríkismálum hafi mikilvægasta afrek Canning verið <blockquote>„eyðilegging nýja heilaga bandalagsins sem hefði drottnað yfir Evrópu ef enginn hefði skorað á það. Canning skildi að það nægði ekki að Bretland sniðgengi ráðstefnur og fundi; það var nauðsynlegt að sannfæra hin veldin um að hagsmuna þeirra yrði ekki gætt með kerfi hernaðarinngripa sem byggðust á löghyggju, þjóðernisbælingu og mótþróa við byltingum.“<ref>Paul Hayes, ''Modern British Foreign Policy: The 19th Century 1814-80'' (1975) p 89</ref></blockquote>
 
Þegar Liverpool lávarður sagði af sér í apríl árið 1827 gerðist Canning forsætisráðherra í hans stað. [[Arthur Wellesley, hertogi af Wellington|Hertoginn af Wellington]] og [[Robert Peel]] neituðu báðir að starfa í ríkisstjórn Canning og Íhaldsflokkurinn klofnaði milli afturhaldssinna Wellingtons og stuðningsmanna Canning. Canning bauð því nokkrum [[Viggar (Bretland)|Viggum]] sæti í ríkisstjórn sinni. Heilsu hans hrakaði skyndilega og hann lést í ágúst árið 1827 eftir aðeins 119 daga í embætti. Forsætisráðherratíð hans var sú stysta í sögu Bretlands.