„Borgarastyrjöldin í Líbanon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Green_Line,_Beirut_1982.jpg|thumb|right|[[Græna línan]] sem skipti Beirút í tvennt árið 1982]]
 
'''Borgarastyrjöldin í Líbanon''' var [[borgarastyrjöld]] í [[Líbanon]] sem stóð frá [[13. apríl]] [[1975]] til [[13. október]] [[1990]]. Áætlað er að styrjöldin hafi kostað 120.000 manns lífið og sent hundruð þúsunda á vergang. Talið er að um milljón manns hafi flúið Líbanon vegna styrjaldarinnar og um 76.000 eru enn vegalaus innan Líbanon. Upphafleg ástæða styrjaldarinnar var brottrekstur [[Frelsissamtök Palestínu|Frelsissamtaka Palestínu]] (PLO) frá [[Jórdanía|Jórdaníu]] eftir [[svarti september|svarta september]] 1970. Palestínskir skæruliðahópar flúðu til Suður-Líbanon þar sem yfir 300.000 palestínskir flóttamenn bjuggu. Þar stóðu þeir fyrir árásum í Norður-[[Ísrael]]. [[Ísraelsher]] stóð svo aftur fyrir aðgerðum gegn skæruliðum í Líbanon. Í Líbanon ríktu kristnir [[maronítar]] í krafti [[þjóðarsáttmálinn|þjóðarsáttmálans]] frá 1943 sem byggðist á manntali frá 1932. Breytingar á samsetningu þjóðarinnar leiddu til vaxandi óánægju með yfirráð maroníta meðal annarra hópa, einkum líbanskra [[drúsar|drúsa]] og múslima auk vinstrisinnaðra stjórnmálaflokka. Veik ríkisstjórn og her gerðu það að verkum að PLO tókst að leggja undir sig stór svæði í borgum Líbanon án þess að stjórnin gæti rönd við reist. Vinstriflokkar, múslimar og [[drúsar]] mynduðu [[Líbanska þjóðarhreyfingin|líbönsku þjóðarhreyfinguna]] sem gerði bandalag við PLO en hægrisinnaðir stuðningsmenn stjórnarinnar mynduðu [[líbanski framvörðurinn|líbanska framvörðinn]]. Ísrael og mörg Evrópuríki studdu framvörðinn en þjóðarhreyfingin fékk stuðning frá nokkrum arabaríkjum og PLO. Fjöldi annarra hópa tók einnig upp vopn. Í Suður-Líbanon varð [[Amalhreyfingin]] vinsæl meðal [[sjítar|sjíta]] sem voru andsnúnir bæði PLO og Ísrael.
 
== Upphaf átaka og inngrip Sýrlands ==