„Leoníd Brezhnev“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
Eftir að heilsu hans hafði farið hrakandi í mörg ár lést Bresnjev þann 10. nóvember 1982 og [[Júríj Andropov]] tók við embætti hans. Bresnjev hafði hvatt til foringjadýrkunar á sjálfum sér, en þó ekki í nærri sama mæli og Stalín hafði gert. [[Mikhaíl Gorbatsjev]], sem leiddi Sovétríkin frá 1985 til 1995, fordæmdi forystu og arfleifð Bresnjevtímans og hóf að gera Sovétríkin frjálslyndari.
 
==Ímynd og orðspor Bresnjevs==
Á langri valdatíð sinni sem leiðtogi Sovétríkjanna varð Bresnjev nokkurs konar táknmynd hins litlausa og aldurhnigna [[skrifræði]]s sem var farið að einkenna kommúnismann. Bresnjev þótti mjög hégómafullur og glysgjarn og fór í seinni tíð að sæma sjálfan sig fjölmörgum heiðursmerkjum og æ háleitari heiðurstitlum. Hann hlaut fleiri en 100 heiðursmerki á stjórnmálaferli sínum. Hégómi Bresnjevs leiddi til þess að Sovétmenn fóru að gera gys að honum og segja fjölmarga brandara um hann, yfirleitt um óhóflegt dálæti hans á heiðursmerkjum:
* „Leoníd Iljitsj fór í skurðaðgerð.“ / „Nú, út af hjartanu hans aftur?“ / „Nei, til að stækka bringuna á sér. Hann þarf pláss fyrir eina gullstjörnu í viðbót.“
* „Hvað myndi koma fyrir krókódíl ef hann æti Bresnjev?“ / „Hann myndi skíta heiðursmerkjum í viku.“<ref name=krókódíll>{{cite book|last=Raleigh|first=Donald J.|title=Soviet Baby Boomers|publisher=Oxford University Press|page=220|date=10. ágúst 2018}}</ref>
 
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla