„Níkíta Khrústsjov“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
Krústsjov fæddist árið 1894 í þorpinu [[Kalinovka]], sem er í dag við landamæri Rússlands og Úkraínu. Hann vann sem járnvinnslumaður á unga aldri og var lögsögumaður á meðan [[rússneska borgarastyrjöldin]] stóð yfir. Með hjálp [[Lazar Kaganóvítsj|Lazars Kaganóvítsj]] vann hann sig upp metorðastigann í stjórn Sovétmanna. Hann studdi [[hreinsanir Stalíns]] og staðfesti handtökur á þúsundum meintra andófsmanna. Árið 1938 sendi Stalín hann til þess að stjórna Úkraínu og Krústsjov hélt þar áfram hreinsununum. Krústsjov var aftur embættismaður í hernum þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og vann sem milliliður á milli Stalíns og hershöfðingja hans. Eftir stríðið sneri hann aftur til Úkraínu en var síðan kvaddur til Moskvu til að gerast einn helsti ráðgjafi Stalíns.
 
Dauði Stalíns árið 1953 hratt af stað valdabaráttu sem Krústsjov vann að endingu. Honum tókst að ryðja keppinautum sínum, [[Lavrentij Beria]] og [[Georgij Malenkov]], úr vegi með valdaráni sem hann framdi með aðstoð [[Georgij Zhukov]] hermarskálks þann 26. júní. Þann 25. febrúar 1956 flutti Krústsjov á 20. flokksþingi kommúnistaflokksins „leyniræðuna“ svokölluðu þar sem hann fordæmdi hreinsanir Stalíns og harðstjórn Stalínstímans og lofaði að innleiða frjálslyndari stjórnarfar í Sovétríkjunum. Innanríkisumbætur hans, sem áttu að bæta líf óbreyttra borgara, höfðu oft lítil áhrif, sérstaklega í landbúnaði. Krústsjov vonaðist til þess að geta reitt sig á eldflaugar fyrir landvarnir Sovétríkjanna og skar því niður fjármagn til hersins sjálfs. Þrátt fyrir þennan niðurskurð var valdatíð Krústsjovs spennuþrungnasta tímabil [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]] og náði spennan hátindi í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]].
 
Vinsældir Krústsjovs döluðu vegna vankanta í stefnumálum hans. Við þetta óx andstæðingum hans ásmegin og svo fór að þeir steyptu honum af stóli í október árið 1964. Ólíkt fyrri valdsmönnum sem höfðu beðið ósigur í valdabaráttu Sovétríkjanna var Krústsjov þó ekki tekinn af lífi, heldur var honum gefið hús á rússnesku landsbyggðinni og íbúð í Moskvu.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4456618 „Frá völdum til einangrunar“], ''Vikan'', 3. tbl. (18.01.1968), bls. 22.</ref> Þar bjó hann á kostnað ríkisins þar til hann lést vegna hjartagalla árið 1971.